Úrval - 01.03.1979, Síða 106
104
ÚRVAL
sögunni, litu börnin með aukinni
virðingu til Kúnta Kinte —
drengsins, sem bar hið dáða nafn afa
síns, föður Ömorós.
Árstíðirnar komu og fóru. Kúnta
var farinn að þrá að komast á hærra
aldursskeið, fá að ganga í síðri
bómullarskikkju og halda geitum til
beitar. Hann og jafnaldrar hans
forðuðust samneyti við litla krakka
eins og Lamin, bróður Kúnta, en
héldu sig 1 námunda við fullorðnu
mennina 1 von um að fá að fara í
sendiferðir fyrir þá.
Loks kom þar, að Binta sagði
hryssingslega við Kúnta einn mogun,
er hann ætlaði að halda út: ,,Hvers
vegna ferðu ekki í skikkjuna þína,
drengur!” Og þarna hékk spáný
skikkja á snaga. Kúnta reyndi að
leyna gleði sinni, þegar hann klæddis
sig í skikkjuna og hélt kæruleysislega
út. Þar voru jafnaldrar hans líka að
birtast, allirí skikkjum.
Næsta dag rétti Ómoró honum
nýjan slöngvivað, og Kúnta komst
aftur í uppnám. En Ómoró sagði
þurrlega, að nú væri hann tekinn að
vaxa upp, og nú skyldi hann fara með
Toumani Touray að gæta geita.
Daginn þar eftir hófst skólanámið
með trúfræði. Skólastjórinn, Brima
Sísei tók að lesa þeim vers úr
kóraninum, sem þeir áttu að læra
utan að. Þeir gættu geita allan
daginn, sátu skóla fyrst á morgnana
og aftur á kvöldin og æfðu sig með
slöngvivað áður en myrkrið skall á.
Það var orðinn lítill tími til leikja. Og
þegar styttist til uppskeryhátíðar
neyddist Kúnta til að gæta Lamíns
bróður síns, meðan Binta spann
bómull.
Uppskeruhátíðin stóð í sjö daga, og
mikið var um dýrðir. Síðasta
morguninn vaknaði Kúnta við mikil
læti. Fyrir utan suma kofana voru
nokkrir menn með ógurlega grímu, í
búningum úr laufi og berki. Kúnta
horfði með óhug á þegar mennirnir
fóru inn í kofana og drógu út hvern
drenginn af öðrum, þeirra sem voru
að hefja þriðja aldursskeiðið, en fyrst
höfðu stórir, hvftir bómullarpokar
verið dregnir yflr höfuð drengjanna.
Síðan voru drengirnir leiddir með
skarkala og ópum út um þorpshliðið.
Hann vissi, að fímmta hvert ár var
farið með þriðja aldurskeiðsdrengi
burtu til manndómsþjálfunar. Næstu
dagana gátu hann og jafnaldrar hans
ekki um annað hugsað en sögurnar,
sem þeir höfðu heyrt. Þeir vissu, að
drengirnir yrðu mörg tungl í burtu,
og að þeir voru stundum sendir einir
langt inn í skóginn. En verst var þó,
að meðan á þessu stóð, var húðin
skorin framan af typpinu á þeim. Sú
vitneskja gerði Kúnta órótt í hvert
skipti sem hann þurfti að pissa.
NLJ LIÐU TVÖ regntímabil og
kviður Bintu var farinn að tútna einu
sinni enn. Hún var skapstyggari en
venjulega, svo Kúnta gat ekki annað
en vorkennt Lamín, sem var ekki