Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 107

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 107
RÆTUR 105 nógu gamall til að fara út einn. Hann fór þvi með leyfi Bintu að fara með bróður sinn með sér til verka, og kenna honum ýmislegt. Lamín spurði hann margs, og Kúnta svaraði eftir bestu getu, eða þagnaði, er hann þreyttist á spurningunum. Einn daginn spurði Lamín hvað þrælar væru. Kúnta vissi það ekki, en spurði föður sinn næsta dag. Ömoró þagði fyrst, en svaraði svo: ,,Það er ekki alltaf auðvelt að þekkja þræla frá öðrum.” svo sagði hann að sumir yrðu þrælar af því þeir væru fæddir af ambáttum, aðrir höfðu flosnað upp úr heimabyggðum sínum af sulti, komið til Juffure og beðist þess að fá að gerast þrælar einhvers, sem gæti fætt þá, Enn aðrir voru óvinir, sem teknir höfðu verið til fanga. ,,En samt tryggja lög forfeðra okkar þeim réttindi,” sagði hann. Þrælaeig- endum var skylt að sjá þrælum sínum fyrir fæði, húsnæði, fatnaði og landskika, sem þeir máttu eiga hálfan afraksturinn af, og fyrir maka. Þrælar gátu líka keypt sér frelsi ef þeim tókst að nurla sér einhverju saman. Og ef þeir giftust einhverjum úr fjölskyldu þess, er átti þá, gátu þeir treyst því að verða aldrei seldir eða gefnir. En Kúnta vildi vita meira. Toumani Touray hafði sagt honum frá hvítu mönnunum, sem nefndir voru ,,túbob” og rændu fólki og brenndu þorp. Faðir hans eyddi þessu en nokkrum dögum síðar bauð hann þeim bræðrum tveim að koma með sér og safna rótum. Þá sagði hann þeim frá ferð, sem hann hafði farið með bræðrum sínum fyrir mörgum regntímum, en í þeirri ferð höfðu þeir úr leyni orðið vitni að því, er hvítu mennirnir fluttu varning og bundið, svart fólk út í stóra, stóra báta, með hvítum dúkum á súlum. Það hafði verið hryllilegt að sjá hvernig farið var með fólkið. „Sumir Mandínkar selja túbob þrælana sina,” sagði hann að lokum. ,,Þeir menn eru svikarar. Það má Kinte- maður aldrei gera.” Bræðurnir sátu stífir af skelfíngu. ,,Pabbi,” spurði Lamín svo. „Hvert fara bátarnir með svarta fólkið?” „Öldungarnir segja, að farið sé með það til , ,túbabó dú. Það er land, þar sem þrælarnir eru seldir risavöxnum mannætum, túbabó kúómí, sem éta þá. Enginn veit meira um þetta.” Nokkrum dögum síðar fékk Kúnta að fara í ferðalag með föður sínum. Hann var þá átta regntímabila. Að kvöldi fyrsta dags komu þeir til þorps, sem Ómoró sagði að væri eina dagleið þaðan, sem skip túbobs lægju. Aðkoman að þorpinu var ömurleg. Meiri hluti þorpsins var brunarústir einar, og engir í þorpinu aðrir en þeir sem voru veikir og övasa. Þeim sagðist svo frá, að þrælasalar hefði tekið eða drepið allt fólk á vinnufærum aldri, svo og börnin, og aðeins þyrmt gamla fólkinu. Ferð þeirra feðganna var farin til að heimsækja bræður Ómorós í fjarlægu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.