Úrval - 01.03.1979, Síða 108
106
ÚRVAL
þorpi, fímm dagleiðir í burtu. Þar
stððu yfir hátíðahöld, og í augum
Kúnta var hámark hátíðahaldanna
þegar frændur hans sögðu frá ferðum
sínum, því mandíkar voru þekktir
sem miklir kaupmenn og ferðalangar.
Jannes föðurbróðir hans sýndi honum
uppdrátt, teiknaðan á húð, og sagði
að þetta væri Afríka; sýndi honum
hvar sandauðnin var, þar sem
einkennileg dýr með háa kryppu
áttu heima. Og Saloum föðurbróðir
hans sagði frá verslunarferðum og
verslunarvarningi Afríku — verslun
þeirra við hvíta manninn.
Kúnta hlustaði fullur aðdáunar.
Hann strengdi þess heit, að einhvern
tíma skyldi hann líka komast til
framandi staða.
Kúnta var nú kominn á tólfta
regnrímabil, og var að ljúka því
námi, sem hófst er hann var á fímmta
regntímabili. Síðasta daginn í
skólanum settust foreldrar
drengjanna í skólagarðinn og
hlustuðu, meðan Bríma Sísei spurði
nemendur sína út úr. Svo kom röðin
að Kúnta Kinte.
„Hvert var starf forfeðra þinna,
Kúnta Kinte?”
,,Fyrir mörg hundruð regntíma-
bilum voru Kintemenn járnsmiðir í
landinu Malí, en konur þeirra bjuggu
til potta og leirker og spunnu
bómull,” svaraði Kúnta.
Svo þurfti að leysa gátur og þrautir
og skrifa nafn sitt með arabísku letri
á litlar töflur. Loks bað skólastjórinn
nemendurna að rísa upp um ieið og
hann nefndi nafn þeirra og lesa valda
kafla úr kóraninum. , .Kairaba Kúnta
Kinte,” kallaði hann svo, og Kúnta
reis upp og las kaflann sinn. Þegar
hann hafði Iokið því, þrýsti hann
bókinni að enni sér og sagði
,,Amen.” Fólkið hrópaði í
viðurkenningarskyni.
Loks kom uppskeruháríðin, og í
lok hennar var hauspoki settur á
Kúnta og hann var leiddur brott.
Hann fann heit tár renna niður
kinnarnar innan í pokanum, því
hann vissi að hann var að yfirgefa
bernskuna, ekki síður en föður sinn
og móður, bræður og fæðingarþorp.
Og þótt hann kæmi aftur til þess
síðasttalda, fylltist hann í senn
dapurleika og hræðslu.
En þetta varð að gerast, hann yrði
að þola þetta eins og faðir hans á
undan honum og synir hans á eftir
honum. Hann ætlaði annað hvort að
snúa aftur til þorpsins sem fullgildur
karlmaður — eða alls ekki.
Eftir langa leið, sem hann og
jafnaldrar hans höfðu verið leiddir
voru pokarnir teknir af þeim. Þegar
augun höfðu vanist sólinni á ný, sá
hann að frammi fyrir þeim stóð Silla
Ba Dibba, einn af elstu ráðgjöfum
Juffure. Þetta hlaut að vera kintango,
sá sem átti að annast manndóms-
þjálfun drengjanna.
,,Börn yfirgáfu Juffure,” hrópaði
Silla Ba Dibba hárri röddu. ,,Ef
karlmenn eiga að snúa til baka,
verður að þurrka burtu ótta ykkar, því
óttasleginn maður er veikgeðja