Úrval - 01.03.1979, Side 110
108
ÚRVAL
bræður og frændur drengjanna. Þeir
hófu dans og söngluðu: ,,Það, sem
gera skal, var einnig gert við okkur,
eins og forfeðurna á undan okkur, svo
þið verðir líka karlmenn, og við
verðum karlmenn allir saman.” Svo
voru strákarnir aftur sendir í kofa
sína.
Þegar komin var nótt, hófst mikill
bumbusláttur og drengirnir enn
kallaðir út. Gestirnir stóðu nú kyrrir,
en þeir söngluðu tilbreytingarlaust:
,,Brátt snúið þið heim, og síðar
munuð þið kvænast, og eilíft líf mun
spretta af lendum ykkar.” Drengirnir
voru kallaðir upp einn eftir annan og
leiddir bak við skerm úr bambus.
Eftir smástund komu þeir aftur með
blóði drifna dulu milli fótanna —
líka Kúnta Kinte.
Þegar þeir greru sára sinna, var
léttara yfir þeim. Það sem þeir höfðu
kviðið mest var að baki. En margt
var enn ólært. Þeir lærðu að glíma og
skipuleggja hernað, og þeim var
kennd saga þjóðflokksins. Loks kom
þar, að piltarnir voru kallaðir fram
kvöld eitt, þegar tunglið var komið
hátt á loft, Kintango stóð við hliðið
og var að opna það. ,,Karlmenn
Juffure, snúið heim til þorps ykkar,”
hrópaði hann.
Þegar Kúnta kom heim, hafði faðir
hans gert honum sérstakan kofa.
Binta eldaði samt enn fyrir hann og sá
um að hreint væri kringum hann.
Kúnta tók að rækta korn og
jarðhnetur á skikanum, sem ráðgjafar
þorpsins úthlutuðu honum, og skipti
á uppskerunni og ýmsu því, sem
hann vanhagaði um.
Eina nóttina, heilu regntímabili
eftir að manndómsþjálfuninni lauk,
tók hann með sér spjót og boga, og
líka öxi, því hann ætlaði að finna sér
holan trjábol og viðarteinunga til að
búa til trumbu. Hann gekk í átt til
árinnar til að finna mangróvetrén,
sem hann vanhagaði um. Hann fikr-
aði sig inn í miðjan trjálundinn, lagði
vopn sín og öxi frá sér upp við tré og
leitaði sem bestu trjábol.
Hann heyrði bresta í tág, og um
leið gargaði fugl. Fyrst hélt hann að
þetta væri vúólóhundur, sem hefði
verið að elta héra. Svo rann allt í einu
upp fyrir honum, að hundur brýtur
aldrei kvist. Hann snerist á hæli.
Hann sá ógreinilega fölt andlit
manns, sem þaut á móti honum, og
gerði sér á augabragði grein fyrir
tvennu: Þetta var túbob, hvíti
maðurinn, og hann var sjálfur
vopnlaus.
Ræna mér — éta mig! Hann
sparkaði fram fyrir sig og hitti
manninn í magann, en um leið varð
hann fyrir höggi aftan frá. Hann sá,
að hvíti maðurinn heyktist saman við
sparkið. Kúnta sneri sér við og sá tvo
svarta „sleití,” eins og þrælaveiðarar
hvítu mannanna voru nefndir, og
annan hvítan mann, sem sló til hans
með lurk. En Kúnta tókst að víkja sér
u'ndan. Svertingjarnir réðust nú að
honum, en Kúnta tók mannlega á
móti. Verst þótti honum að vera