Úrval - 01.03.1979, Síða 110

Úrval - 01.03.1979, Síða 110
108 ÚRVAL bræður og frændur drengjanna. Þeir hófu dans og söngluðu: ,,Það, sem gera skal, var einnig gert við okkur, eins og forfeðurna á undan okkur, svo þið verðir líka karlmenn, og við verðum karlmenn allir saman.” Svo voru strákarnir aftur sendir í kofa sína. Þegar komin var nótt, hófst mikill bumbusláttur og drengirnir enn kallaðir út. Gestirnir stóðu nú kyrrir, en þeir söngluðu tilbreytingarlaust: ,,Brátt snúið þið heim, og síðar munuð þið kvænast, og eilíft líf mun spretta af lendum ykkar.” Drengirnir voru kallaðir upp einn eftir annan og leiddir bak við skerm úr bambus. Eftir smástund komu þeir aftur með blóði drifna dulu milli fótanna — líka Kúnta Kinte. Þegar þeir greru sára sinna, var léttara yfir þeim. Það sem þeir höfðu kviðið mest var að baki. En margt var enn ólært. Þeir lærðu að glíma og skipuleggja hernað, og þeim var kennd saga þjóðflokksins. Loks kom þar, að piltarnir voru kallaðir fram kvöld eitt, þegar tunglið var komið hátt á loft, Kintango stóð við hliðið og var að opna það. ,,Karlmenn Juffure, snúið heim til þorps ykkar,” hrópaði hann. Þegar Kúnta kom heim, hafði faðir hans gert honum sérstakan kofa. Binta eldaði samt enn fyrir hann og sá um að hreint væri kringum hann. Kúnta tók að rækta korn og jarðhnetur á skikanum, sem ráðgjafar þorpsins úthlutuðu honum, og skipti á uppskerunni og ýmsu því, sem hann vanhagaði um. Eina nóttina, heilu regntímabili eftir að manndómsþjálfuninni lauk, tók hann með sér spjót og boga, og líka öxi, því hann ætlaði að finna sér holan trjábol og viðarteinunga til að búa til trumbu. Hann gekk í átt til árinnar til að finna mangróvetrén, sem hann vanhagaði um. Hann fikr- aði sig inn í miðjan trjálundinn, lagði vopn sín og öxi frá sér upp við tré og leitaði sem bestu trjábol. Hann heyrði bresta í tág, og um leið gargaði fugl. Fyrst hélt hann að þetta væri vúólóhundur, sem hefði verið að elta héra. Svo rann allt í einu upp fyrir honum, að hundur brýtur aldrei kvist. Hann snerist á hæli. Hann sá ógreinilega fölt andlit manns, sem þaut á móti honum, og gerði sér á augabragði grein fyrir tvennu: Þetta var túbob, hvíti maðurinn, og hann var sjálfur vopnlaus. Ræna mér — éta mig! Hann sparkaði fram fyrir sig og hitti manninn í magann, en um leið varð hann fyrir höggi aftan frá. Hann sá, að hvíti maðurinn heyktist saman við sparkið. Kúnta sneri sér við og sá tvo svarta „sleití,” eins og þrælaveiðarar hvítu mannanna voru nefndir, og annan hvítan mann, sem sló til hans með lurk. En Kúnta tókst að víkja sér u'ndan. Svertingjarnir réðust nú að honum, en Kúnta tók mannlega á móti. Verst þótti honum að vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.