Úrval - 01.03.1979, Side 111

Úrval - 01.03.1979, Side 111
RÆTUR 109 vopnlaus. En hann klóraði, stangaði, reit og tætti, rak í þá hnén og reyndi að krækja úr þeim augun. Loks tókst honum að koma .þeim öllum niður, en þá fékk hann högg I bakið og annað neðar, á móts við nýrun, svo hann náði varla andanum. Það var við ofurefli að etja, hann var umkringdur fjölda manns. ÞEGAR HANN KOM til meðvitunciar aftur, hægt og hægt, var hann rammlega bundinn, keflaður og líka með bundið fyrir augun. Þegar hann sýndi lífsmark, var honum rykkt á fætur og hrakinn af stað með því að ota í hann oddhvössum spýtum. Loks var honum hrint út í bát, úr honum aftur eftir stutta ferð og rekinn áfram það sem eftir var dagsins. Um kvöldið var hann bundinn við sveran staur og bindið tekið frá augunum. Þegar dagaði sá hann fleiri fanga, sem þarna voru bundnir — sex karlmenn, þrjár stúlkur og tvö börn. 011 vom marin og blóðug eftir barsmíð, eins og hann. Hann fylltist heift og rykkti sér fram og aftur til að reyna að Iosa sig. Þá var hann sleginn í rot. Þegar hann raknaði við sér á ný, hafði hann verið krúnurakaður og makaður rauðri pálmafeiti. Skömmu síðar komu tveir nýir hvítir menn á staðinn, annar þeirra hvíthærður, lítill og feitur. Hann benti á Kúnta, sem var keyrður niður á hnén og höfuðið reigt aftur á bak. Túbobinn skoðaði upp í hann, en síðan var honum leyft að standa upp. Hann titraði, þegar túbobinn strauk hann allan utan og skoðaði augu hans, þuklaði lim hans, og loks var hann píndur með höfuðið til jarðar og sá hvíthærði glennti sundur rasskinnar hans. Á sama hátt skoðaði túbobinn alla hina fangana og dvaldi nákvæmlega við kynfæri stúlknanna, sem grétu sáran. Að skoðun lokinni benti túbobinn á Kúnta og þrjá aðra karlmenn og tvær stúlkur. Kúnta barðist um og öskraði af reiði og skelfingu, þegar aðstoðarmennirnir þvinguðu hann til að setjast og hnipra sig saman. Ofsahræðsla greip hann þegar hann sá túbob draga langan grannan járntein úr logandi bálinu. Hann missti alla mennska vitund, þegar logandi járninu var þrýst á bak hans, heyrði ekki einu sinni nístandi óp hinna fanganna, sem einnig voru brennimerktir. En á eftir sá hann LL merkin, sem brennd höfðu verið í bök þeirra og smurð með pálmafeiti. Eftir nokkra daga var hann fluttur út í skip. Fætur hans voru óstyrkir, þegar hann var dregin niður þröng þrep ofan í svarta myrkur. Hann fann ótrúlega megnan fnyk leggja á móti sér og heyrði djúpar þjáningarstunur, Svo var honum hrint í gólfið, þar sem meðvitundarleysið miskunnaði sig yfír hann. Þegar hann kom til, lá hann allsnakinn, hlekkjaður milli tveggja manna í niðamyrkri, ofsahita, kæfandi fýlu, innan um grát, bænir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.