Úrval - 01.03.1979, Side 112
110
ÚRVAL
stunur og uppköst. Stór rotta straukst
við kinn hans, þegar hann rykkti upp
höfðinu skall það á loftið, sem var
rétt yfír honum.
Hann reyndi að hafa hemil á
örvæntingu sinni og hugsa. Hann gat
ekki giskað á fjöldann, sem þarna var
liggjandi á óhefluðum plönkum,
hverri hillunni ofan á annarri. Hann
heyrði mælt á mörgum tungum —
fulani, serere, volof og mandinka. Sá
sem var hægra megin við Kúnta
talaði við sjálfan sig á volofmáli.
Kúnta gat ekki að sér gert að gráta.
Svo baðst hann fyrir, heitt og
innilega, þótt hann gæti hvorki risið
upp á hnén né vissi hvar austur var.
Einstaka sinnum voru þilfars-
lúgurnar opnaðar, og aðeins þá gat
Kúnta greint hvort dagur var eða
nótt. Þegar opnað var, komu fjórir
hvítir menn með matarbala niður í
lestina, slettu mat á diska og ráku þá
inn á milli mannanna, sem lágu
hlekkjaðir í öllum sínum úrgangi.
Fyrst 1 stað ákvað Kúnta að borða
ekkert, en sá sig svo um hönd. Ékki
tækist honum að drepa hvítu
mennina, ef hann yrði svo lémagna af
matarleysi að hann gæti ekki hreyft
sig. svo hann píndi sig til að éta
kássuna, sem var úr möluðu korni,
soðnu í pálmaolíu. Hann neyddi
niður munnfylli eftir munnfylli —
þangað til hann kastaði upp á ný.
Eftir nokkra daga var útgangurinn í
lestinni orðinn ólýsanlegur. Allt flóði
í saur og spýju, og lýsnar skriðu í
flokkum um alla lest. Loks komu átta
menn bölvandi og ragnandi niður í
lestina, með langar sköfur og stóra
bala. Þeir skófu óþverran af hillunum
ofan í balana. En andrúmsloftið
þarna niðri skánaði ekkert. Eftir
nokkra daga enn voru fangarnir
reknir upp á þilfar, hlekkjaðir saman
á öklunum tíu í hóp og skúraðir með
burstum upp úr sjó. Það sveið undan
saltvatninu og var sárt þegar
burstarnir rifu hrúður af baki og
öxlum. Svo komu um tuttugu svartar
konu hlaupandi, naktar og
óhlekkjaðar, og enn vall heiftin upp í
Kúnta þegar hann sá græðgina í
augum túbobanna. Einn þeirra
byrjaði að draga eitthvert skrýtið
áhald sundur og saman og úr því
komu einkennilegir, sogandi tónar.
Annar barði trumbur. Hinir
túbobarnir hoppuðu upp og niður og
benti hlekkjaföngunum að gera eins.
„Hoppum!” hrópaði elsta konan allt
í einu á mandínkamáli. „Hoppum
og drepum túbob!” Sjálf byrjaði hún
að hoppa og hreyfa handleggina eins
og í stríðsdansi. Þetta varð til þess að
mennirnir reyndu að gera eins, þótt
veikburða væri. Kúnta fann, að
fæturnir urðu máttvana mjög fljótt.
Hann heyrði óljóst söngl kvennanna,
þangað til hann skynjaði að þær voru
að segja frá — segja frá því hvernig
túbobarnir hefðu farið með þær
afsíðist á skipinu og notað þær að
vild. „Túbob fa!” sungu þær.
„Drepum hvíta mennina!” Þær
hoppuðu upp og niður í heiftaræði
og hvítu mennirnir brostu út undir