Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 112

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 112
110 ÚRVAL stunur og uppköst. Stór rotta straukst við kinn hans, þegar hann rykkti upp höfðinu skall það á loftið, sem var rétt yfír honum. Hann reyndi að hafa hemil á örvæntingu sinni og hugsa. Hann gat ekki giskað á fjöldann, sem þarna var liggjandi á óhefluðum plönkum, hverri hillunni ofan á annarri. Hann heyrði mælt á mörgum tungum — fulani, serere, volof og mandinka. Sá sem var hægra megin við Kúnta talaði við sjálfan sig á volofmáli. Kúnta gat ekki að sér gert að gráta. Svo baðst hann fyrir, heitt og innilega, þótt hann gæti hvorki risið upp á hnén né vissi hvar austur var. Einstaka sinnum voru þilfars- lúgurnar opnaðar, og aðeins þá gat Kúnta greint hvort dagur var eða nótt. Þegar opnað var, komu fjórir hvítir menn með matarbala niður í lestina, slettu mat á diska og ráku þá inn á milli mannanna, sem lágu hlekkjaðir í öllum sínum úrgangi. Fyrst 1 stað ákvað Kúnta að borða ekkert, en sá sig svo um hönd. Ékki tækist honum að drepa hvítu mennina, ef hann yrði svo lémagna af matarleysi að hann gæti ekki hreyft sig. svo hann píndi sig til að éta kássuna, sem var úr möluðu korni, soðnu í pálmaolíu. Hann neyddi niður munnfylli eftir munnfylli — þangað til hann kastaði upp á ný. Eftir nokkra daga var útgangurinn í lestinni orðinn ólýsanlegur. Allt flóði í saur og spýju, og lýsnar skriðu í flokkum um alla lest. Loks komu átta menn bölvandi og ragnandi niður í lestina, með langar sköfur og stóra bala. Þeir skófu óþverran af hillunum ofan í balana. En andrúmsloftið þarna niðri skánaði ekkert. Eftir nokkra daga enn voru fangarnir reknir upp á þilfar, hlekkjaðir saman á öklunum tíu í hóp og skúraðir með burstum upp úr sjó. Það sveið undan saltvatninu og var sárt þegar burstarnir rifu hrúður af baki og öxlum. Svo komu um tuttugu svartar konu hlaupandi, naktar og óhlekkjaðar, og enn vall heiftin upp í Kúnta þegar hann sá græðgina í augum túbobanna. Einn þeirra byrjaði að draga eitthvert skrýtið áhald sundur og saman og úr því komu einkennilegir, sogandi tónar. Annar barði trumbur. Hinir túbobarnir hoppuðu upp og niður og benti hlekkjaföngunum að gera eins. „Hoppum!” hrópaði elsta konan allt í einu á mandínkamáli. „Hoppum og drepum túbob!” Sjálf byrjaði hún að hoppa og hreyfa handleggina eins og í stríðsdansi. Þetta varð til þess að mennirnir reyndu að gera eins, þótt veikburða væri. Kúnta fann, að fæturnir urðu máttvana mjög fljótt. Hann heyrði óljóst söngl kvennanna, þangað til hann skynjaði að þær voru að segja frá — segja frá því hvernig túbobarnir hefðu farið með þær afsíðist á skipinu og notað þær að vild. „Túbob fa!” sungu þær. „Drepum hvíta mennina!” Þær hoppuðu upp og niður í heiftaræði og hvítu mennirnir brostu út undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.