Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 118

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 118
1K. ÚRVAL ttyggja velgengni. Utan um þetta saumaði hann strigadruslu. Loks var hann tilbúinn. Hann beið þar til hann taldi að allir væru sofnaðir, tróð kanínukjötinu í vasana og batt safóinn um hægri handlegginn. Hann hljóp álútur frá kofunum og faldi sig í kjarri við vagamótin. Eftir óratíma kom vagn fram hjá. Tvær manneskjur sátu fremst á vagninum. Kúnta beit á jaxlinn og laumaðist á eftir vagninum þar til hann hossaðist á ójöfnu. Þá stökk hann upp í og gróf sig ofan í bómullina. Þegar hann varð var fyrstu dagsskímu, laumaðist hann niður úr vagninum og inn í runnana. Honum taldist til að hann væri kominn í stóran skóg. Hann hélt áfram ferð- inni allan daginn, gerði sér svo hvílu úr blöðum og grasi. Hann hélt áfram göngu sinni í fjóra daga, og stefndi á sólarupprás. Fyrr eða síðar kæmist hann þá til stóru bátanna hvítu mannanna. Og þá? Hann fann til vaxandi óvissu og kvíða. Að morgni fimmta dags komu tveir hvítir menn, ríðandi á hestum, á eftir hundum sínum þangað sem Kúnta hafði hvílt um nóttina. Hann spratt á fætur og gleymdi að taka með sér hnífinn. Hundarnir umkringdu hann fljótt, og síðan komu mennirnir. Kúnta tókst að særa annan þeirra á höfði með steinkasti, áður en þeir náðu honum. Þeir Iömdu hann svo hann taldi sig ekki myndu lifa það af, en honum var einkennilega sama. En allt í einu hætti sá særði barsmíðinni. Hann sagði eitthvað við þann yngri, sem fór að brosa og kinkaði kolli. Svo gekk hann að hestinum, leysti öxi frá hnakknum og rétti félaga sínum. Særði maðurinn tók sér stöðu fyrir framan Kúnta. Hann benti á eistun á honum og á veiðihnífinn við belti sér. Svo benti hann á hægri fótinn á Kúnta og á öxina. Kúnta skildi. Honum voru boðnir tveir kostir. Að missa fótinn eða eistun. Einhver kennd innst í sálarfylgsnum hans hrópaði á hann, að karlmaður yrði að eignast syni, ætti hann að sanna karlmennsku sína. Ösjálfrátt færði hann hendurnar í flýti niður fyrir kviðinn og hélt þeim þar til varnar. Hvítu mennirnir hlógu. Annar lagði trjábút undir fótinn á Kúnta, en hinn batt hann svo fast að hann gat ekki losað hann, hvernig sem hann kastaði sér til. Svo tók særði maðurinn upp öxina. Hún hvein, og Kúnta leið máttlaus út af í böndunum, þegar blóðgusan stóð fram úr sárinu. HANN VAR KOMINN á nýjan stað, þegar hann kom til sjálfs sín. hann var bundinn á úlnliðum og öklum, og hægri fóturinn hvíldi á einhverju mjúku. Hávaxinn túbob kom inn með litla, svarta tösku. Kúnta hafði aldrei séð hann áður. Hann stuggaði burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.