Úrval - 01.03.1979, Síða 122

Úrval - 01.03.1979, Síða 122
ÚRVAL 120 sagði honum þær fréttir að hvítu mennirnir væru farnir að berjast norður frá, þar sem héti Boston. Lúter ökumaður kom með nánari fréttir: „Fólkið í Boston varð svo reitt við kónginn hinum megin við hafið að það fór að berjast við hermennina hans. Fréttirnar að norðan urðu svertingjunum mikilvægar. Oftast kom Luter með fréttirnar. Kúnta velti málinu mikið fyrir sér. Hvíta fólkið var allt að tala um að öðlast frelsi. Hann spurði þann brúna hvað „frelsi” raunverulega þýddi, og komst að því að það þýddi að eiga engan húsbónda og mega fara þangað sem maður vildi og gera það sem manni sýndist. Kúnta skildi ekki hvaða ástæðu hvítt fólk hafði til að heimta frelsi. Skömmu síðar las húsbóndinn fyrir þræla sína samþykkt borgarráðs Virginíu þess efnis, að allir negrar ,,eða aðrir þrælar, sem gerðu með sér samsæri um uppreisn, yrðu teknir af lífi án prestsþjónustu. ,,Hvað þýðir þetta?” spurði einn þeirra á eftir. ,,Það þýðir að þegar þeir drepa þig, kalla þeir ekki á prest,” svaraði sá brúni þurrlega. Árið 1778 færði Bell svertingjunum þær fréttir úr stóra húsinu, að þrælum væri heitið frelsi, ef þeir vildu ganga í herinn og gerast lúðurþeytarar eða framherjar. Einhver spurði hvað það þýddi. Þá svaraði sá brúni: ,,Það þýðir að vera settur fremst og drepinn fyrst. ’ ’ SKÖMMU EFTIR AÐ stríðinu lauk, hjálpaði Lúter ambátt einni að flýja. Þetta komst upp, og hann var seldur á uppboði. Kúnta tók við starfí hans. Það leiddi til þess að sjóndeildar- hringur hans víkkaði mjög og skilningur hans á umheiminum. Hann ók Waller lækni í sjúkravitjanir og heimsótti þannig fjölda búgarða. Hann sá hvíta fátæklinga og heimsótti borgir og bæi í kring. Eitt sinn kom hann auga á kolsvarta konu, sem leit út fyrir að vera af volofætt. Hún var með stór brjóstin nakin og saug svart barn annað en hvítt barn hitt. Gamli garðyrkjumaðurinn, fyrirrennari hans í garðræktinni, sagði honum að flestir hvítu mennirnir í Virginíu hefðu verið á brjósti svartrar barnfóstru og að verulegu leyti aldir upp af henni, og Bell fræddi hann um að hvít og svört börn yxu upp saman 1 miklum vinskap. Kúnta vildi sífellt fræðast meira, og nú var hann í lykilaðstöðu. Waller læknir bauð oft einhverjum vina sinna að koma með í ferðir sínar, og þá ræddu þeir saman eins og Kúnta væri ekki með. Hvíta fólkinu var mjög ofarlega í huga óttinn um að þrælar gerðu samsæri sln í milli eða uppreisn. ,,Við hefðum aldrei átt að leyfa þeim að bera vopn gegn hvítum mönnum í stríðinu,” sagði það. , ,Nú súpum við seyðið af því! Waller sagðist hafa lesið, að yfír 200 þrælauppreisnir hefðu brotist út, síðan fyrstu þrælaskipin komu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.