Úrval - 01.03.1979, Page 124

Úrval - 01.03.1979, Page 124
122 ÚRVAL hikkorígrein, þráðbeina og svera. Hann tálgaði úr henni staut og lét hann vera mátulegan í botninn á mortélinu, en mjókkaði síðan hinn endann, fyrst með raspi, þá hníf, og fágaði loks með glerbroti. Fullgerða gripina lagði hann á þrepið hjá Bell. Hún heyrði þegar hann haltraði burtu og fór að gá, en fann þá gjafirnar. Hún var innilega hrærð. Þetta var í fyrsta sinn, sem karlmaður hafði búið til eitthvað handa henni með eigin höndum. Átti hún þetta í raun og veru? Þegar Kúnta kom heim að húsinu síðdegis til að vita hvort húsbóndinn þarfnaðist hans, tók Bell á móti honum og spurði: ,,Hvað er þetta?” Hann fór hjá sér og svaraði reiðilega: „Handa þér að mala korn með.” Næstu vikurnar voru þau fámál hvort við annað. Svo gaf Bell honum kornköku. Hann gat sér þess til, að hún hefði malað kornið í hana í mortélinu frá honum. Upp frá þessu hittust þau oftar en áður. Venjulega hafði Bell orðið, en honum fannst þau nátengdari en áður. Morgun einn í ágúst 1789 bauð Bell honum í kvöldmat heima í kofa sínum. Hann ansaði engu. En eftir vinnu þvoði hann sér hátt og lágt og með grófri dulu og sterkri sápu. Á meðan hann klæddi sig á eftir, fór hann ósjálfrátt að raula lag heiman frá Juffure: „Mandumbe, háls þinn er langur og fagur ...” Bell var að vísu sérlega hálsstutt, en það skipti ekki máli. Næst, þegar hún bauð honum í mat, eldaði hún rétt sem hann hafði sagt henni að væri oft á borðum heima I Gambíu. Hún sauð svart- augabaunir og bjó til stöppu með hnetum í og bakaði sætar kartöflur I smjöri. Þegar hún fór að mala í arfa- kökurnar með mortélinu og stautn- um, sem hann hafði gefið henni, sá hann hana í anda berja kornöxin í morgunmatinn heimaí Juffure. I þriðja matarboðinu gaf hann henni gólfdregil, sem hann hafði fléttað úr reyr. I miðjum dreglinum var sérkennilegt madínkamunstur. ,,Á þennan dregil fær enginn að stíga!” sagði Bell ákveðin og fór með hann inn í svefnstúku sína. Hún kom fljótt aftur. ,,Þetta átti að vera handa þér á jólunum, en ég bý bara til eitthvað annað ...” Hann tók við gjöfinni. Þetta voru fínlegir ullarsokkar. Annar hafði bara hálfan framleist, en þar fyrir framan var mjúkur ullarpúði. Einkennileg kennd gagntók hann. Hönd hennar snerti hans, og sfðan fyllti kona fang hans í fyrsta skipti á ævinni. ÞAU VORU GEFIN saman f þrælahjónaband með leyfi Wallers á aðfangadagskvöld árið 1789- Það hét ,,að stökkva yfxr sópinn.” Að viðstöddum öllum fbúum þræla- búðanna leiddust þau hönd í hönd og stukku samtímis yfir sóp, sem lá á miðju gólfi. Þá var þvf lokið. Á eftir var haldin veisla, og Kúnta varð ekki um sel, þegar hann sá hvernig Bell
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.