Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 124
122
ÚRVAL
hikkorígrein, þráðbeina og svera.
Hann tálgaði úr henni staut og lét
hann vera mátulegan í botninn á
mortélinu, en mjókkaði síðan hinn
endann, fyrst með raspi, þá hníf, og
fágaði loks með glerbroti. Fullgerða
gripina lagði hann á þrepið hjá Bell.
Hún heyrði þegar hann haltraði
burtu og fór að gá, en fann þá
gjafirnar. Hún var innilega hrærð.
Þetta var í fyrsta sinn, sem karlmaður
hafði búið til eitthvað handa henni
með eigin höndum. Átti hún þetta í
raun og veru?
Þegar Kúnta kom heim að húsinu
síðdegis til að vita hvort húsbóndinn
þarfnaðist hans, tók Bell á móti
honum og spurði: ,,Hvað er þetta?”
Hann fór hjá sér og svaraði reiðilega:
„Handa þér að mala korn með.”
Næstu vikurnar voru þau fámál hvort
við annað. Svo gaf Bell honum
kornköku. Hann gat sér þess til, að
hún hefði malað kornið í hana í
mortélinu frá honum. Upp frá þessu
hittust þau oftar en áður. Venjulega
hafði Bell orðið, en honum fannst
þau nátengdari en áður. Morgun einn
í ágúst 1789 bauð Bell honum í
kvöldmat heima í kofa sínum. Hann
ansaði engu. En eftir vinnu þvoði
hann sér hátt og lágt og með grófri
dulu og sterkri sápu. Á meðan hann
klæddi sig á eftir, fór hann ósjálfrátt
að raula lag heiman frá Juffure:
„Mandumbe, háls þinn er langur og
fagur ...” Bell var að vísu sérlega
hálsstutt, en það skipti ekki máli.
Næst, þegar hún bauð honum í
mat, eldaði hún rétt sem hann hafði
sagt henni að væri oft á borðum
heima I Gambíu. Hún sauð svart-
augabaunir og bjó til stöppu með
hnetum í og bakaði sætar kartöflur I
smjöri. Þegar hún fór að mala í arfa-
kökurnar með mortélinu og stautn-
um, sem hann hafði gefið henni, sá
hann hana í anda berja kornöxin í
morgunmatinn heimaí Juffure.
I þriðja matarboðinu gaf hann
henni gólfdregil, sem hann hafði
fléttað úr reyr. I miðjum dreglinum
var sérkennilegt madínkamunstur.
,,Á þennan dregil fær enginn að
stíga!” sagði Bell ákveðin og fór með
hann inn í svefnstúku sína. Hún kom
fljótt aftur. ,,Þetta átti að vera handa
þér á jólunum, en ég bý bara til
eitthvað annað ...”
Hann tók við gjöfinni. Þetta voru
fínlegir ullarsokkar. Annar hafði bara
hálfan framleist, en þar fyrir framan
var mjúkur ullarpúði. Einkennileg
kennd gagntók hann. Hönd hennar
snerti hans, og sfðan fyllti kona fang
hans í fyrsta skipti á ævinni.
ÞAU VORU GEFIN saman f
þrælahjónaband með leyfi Wallers á
aðfangadagskvöld árið 1789- Það hét
,,að stökkva yfxr sópinn.” Að
viðstöddum öllum fbúum þræla-
búðanna leiddust þau hönd í hönd
og stukku samtímis yfir sóp, sem lá á
miðju gólfi. Þá var þvf lokið. Á eftir
var haldin veisla, og Kúnta varð ekki
um sel, þegar hann sá hvernig Bell