Úrval - 01.03.1979, Page 126

Úrval - 01.03.1979, Page 126
124 ÚRVAL sagt við hann: „Sjáðu hið eina sem er meira en þú.” Bell varð gröm og hneyksluð yfir nafninu. ,,Kissí! Ekki nemaþað þó!” En þegar hann skýrði merkinguna fyrir henni, lét hún undan, og næsta dag var nafnið skráð í biblíu hús- bóndans: ,,Kizzy Waller, fædd 12. sept. 1790.” Kissí var vel gefið og fjörmikið barn. Strax og fært var tók Kúnta að kenna henni ýmis orð á mandínka- máli. ,,Fa,” sagði hann og benti á sjálfan sig. Og hann varð himin- lifandi, þegar barnið tók að læra orðin. Þegar hún stækkaði kenndi hann henni erfiðari orð, Kambí bolongó (Kambí = Gambía, bolongó = fljót) og fleira; fyrir utan nafn sitt, Kúnta Kinte, og nöfn forfeðra sinna. Hann sagði henni ævisögu sína, allt frá því hann mundi fyrst eftir sér, frá föður sínum, bræðrum og Kinteættinni allri, það sem hann hafði fræðst á ferðinni með föður sínum um feril ættarinnar allt frá því á dögum Malíríkisins forna. Bell maldaði stund.um í móinn, hún óttaðist að húsbóndanum mislíkaði þetta. En Kúnta lét sig ekki, og Kissí vildi heyra sögurnar hvað eftir annað. Hann sagði henni hvernig honum var rænt og fluttur til lands hvíta fólksins og lýsti fyrir henni Juffereþorpi. Hún var fljót að læra og hafði gott minni. . Einhvern tíma eignast þú börn,” sagði hann. ,,Þau verða að fá að vita um uppruna sinn.’ ’ HEIMURINN VAR STÖÐUGT að breytast. Þegar Kissí var þriggja regn- tímabila, varð bómullarhreinsivélin fundin upp. Sjö árum síðar var þessi vél farin að breyta fornum búskaparháttum á bómuliarræktar- svæðnum. Þetta leiddi til þess að minnkandi þörf var fyrir þræla, og þrælakaupmenn voru á ‘stöðugum ferðum að kaupa þræla tii að flytja til Missisippi og Alabama. Einn morguninn kom Bell með þau boð til svertingjanna frá húsbóndanum, að hann myndi ekki selja þræla sína, nema ef einhver bryti þær reglur, sem í gildi voru. Kúnta Kinte minntist þess hvernig fór fyrir Lúter, sem var ekill á undan honum. Nú lifði hann fyrir Bell og Kissí og gætti þess að láta ekkert henda sig. 1807 var Kissí 16 regntímabila. Þá höfðu 20 þúsund þrælar verið fluttir til Georgfu og Suðurkarólínu, auk fjölmargra til hinna Suðurríkjanna. Þrælaverð var hærra en nokkru sinni fyrr. Jafnvel nokkurra vikna barn var 200 dollara virði. Einn morguninn þetta ár kom hreppstjórinn heim til Wallers læknis og Bell var send burtu úr eldhúsinu meðan þeir ræddust við. Hún fann að eitthvað var að, og þegar húsbóndinn kallaði hana á sinn fund rétt fyrir hádegið fylltist hún kvíða. Hann var þvingaður 1 framkomu og reiðilegur, þegar hann sagði Bell tfðindin. Ungur svartur þræll hafði verið handtekinn í strokutilraun. Undir húðstrýkingu játaði hann að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.