Úrval - 01.06.1979, Side 6

Úrval - 01.06.1979, Side 6
4 ÚRVAL oft hann geta horft beint inn í mig og vitað ef ég var að skrökva. En mér stóð ekki ótti af honum. Röddin var þýð og bendurnar með bláu æðunum mildar. Þegar ég var tiu ár, fór ég að snúast fyrir hann og grípa í smáverk í búðinni, og upp frá því var ekki vafi á hver átti mitt fylgi. Ég fylgdi afa, jafnvel þótt hann væri misheppnaður. En samt var ég oft að hugsa um hvers vegna hann verð- skuldaði þann dóm. Eina nóttina kviknaði i apótekinu hans afa. Öll fjölskyldan þusti niðurí borg til þess að horfa á slökkviliðið berjast og tapa. I næstu viku kom móðurbróðir minn heim og tilkynnti: „Pabbi var með allt gersamlega óvátryggt! Hvernig getur hann verið svona vita vonlaus verslunarmaður?” Svo það var þá þess vegna, sem afi var misheppnaður. En frændi kom fótunum undir afa á ný, að þessu sinni í fallegu, nýju apóteki skammt frá Kansas City General Hospital No. 2. Frændi sagði að jafnvel afi myndi bjarga sér þar, vegna þess að allir sjúklingarnir frá sjúkrahúsinu myndu koma beint þangað með lyfseðlana sína. Hann gekk líka rækilega frá því að afi brunatryggði fyrirtækið og lagerinn. Það voru mikil viðskipti við nýja apótekið — of mikil fyrir afa. Þetta var nýtískulegri búð, þar fékkst ýmis- legt fleira en fengist hafði í gömlu búðinni og þar var nærri stöðug ös. Afi og fáguð framkoma hans reyndust allt í einu gamaldags og ófuilnægjandi. Hann viidi helst kynnast viðskiptavinunum og geta spjallað um kvilla þeirra í ró og næði, en það var ekki hægt þegar aðrir viðskptavinir biðu alltaf óþolinmóðir eftir afgreiðslu. Svo afi réði tvo afgreiðslumenn og fluttist sjálfur yfir á bekk í garðinum hinum megin við götuna. Þar sat ég gjarnan hjá honum, meðan röð af fólki kom til að spjalla. Þar komu ríkir og fátækir, ungir og aldnir. og allir áttu eitt sameiginlegt: Vandamál eða hugmynd, sem þeir vildu deila með afa. Þegar ég horfi nú til baka, er ég viss um að hann gaf ýmiss læknisfræðileg ráð, sem stóðu langt ofan við þekkingu hans, eða að minnsta kosti langt fyrir ofan það sem hann hafði lagalegt leyfi til. En oftast vom ráðlcggingar hans á sviðum sem engin lyf náðu til. Stundum sagði hann alls ekkert, bara hlustaði, og það sýndist hjálpa rétt eins vel og hvað annað. Dag einn kom kona, sem hafði ámm saman verið viðskiptavinur afa, og settist á bekkinn. Ég sá að hörund hennar var með gulleitum blæ og augun dimm. Hún var dauðvona, ég vissi það. Þau þögðu bæði lengi. Loks benti afi á ský, sem var að myndast yfir flötum sjóndeildarhringnum í átt tii Missouri. Hann fór að tala um ský — hnoðra, fláka, regnský, vindský — og hvað ylli þessum myndunum og hvað þessi ský hefðu að segja fyrir uppskemna. Eftir því sem blíðleg rödd hans hljómaði lengur, birti í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.