Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
hrakti þau út á hafið og sterk-
byggður báturinn hringsnérist
á öldunum. Vindsveipur þeytti
honum upp í loftið eins og
hann væri ekki veigameiri en
fjöður.
I fyrsta skipti á ævinni varð
Kelea hrædd við sjóinn. Bátur
Lo-Lale stóð fyrst upp á annan
endann, svo upp á hinn. Það
var engu líkara en að hann
myndi brotna í spón.
, ,Vertu óhrædd, Kelea,”
hrópaði Lo-Lale út í ærandi
storminn. „Leggstu niður í
bátinn. Þá skola öldurnar þér
ekki fyrir borð og ég kem þér
heilu og höldnu í land. ’ ’
Lo-Lale var fimur með árarn-
ar og það var stórkostlegt fyrir
Keleu að fylgjast með honum.
En hvað hann var sterkur! Og
óttalaus! Vissulega gæti hann
orðið eiginmaður brimprins-
essu: hún gæti litið upp til
hans og elskað hann.
Brúðkaupið var haldið.
Konunglegar skikkjur af
skrautlitum fuglafjöðrum voru
settar á herðar brúðarinnar og
-þrúðgumans. Aldrei hafði
véfið önnur eins hátíð haldin á
Maui. Þúsund grísir voru
glóðarsteiktir í ofngryfjum sem
gerðar eru í jörðina. Kokos-
mjólk var hellt úr þúsund
kókoshnetum. Þúsund mis-
munandi fiskar voru étnir og
þúsund tegundir af ávöxtum.
En þegar brúðkaupið var
afstaðið sagði Lo-Lale við brúði
sína: ,,Ástin mín, ég missti eitt
sinn unnustu mína í sjóinn.
Hún drukknaði í briminu. Ég
get ekki tekið þá áhættu að
glata eiginkonu í hafið og þess-
vegna ætla ég að fara með þig
til fjallanna á Oahueyjunni
minni. Þar getum við dvalið,
ömgg og langt frá sjónum. Þá
þarf ég ekki alltaf að vera að
hugsa. Hvað nú ef Kelea skyldi
dmkkna?”
Kelea varð sorgmædd. Að
búa þar sem hún gæti ekki synt
í sjónum! Að finna aldrei vind-
inn þjóta um vanga er hún
stýrði brettinu gegnum öld-
urnar! Hvernig átti hún að
afbera það?
Kelea reyndi að vera ánægð
heima hjá sér í fjöllunum.
Húsið hennar var höll, hún
eignaðist son, og annan til og