Úrval - 01.06.1979, Síða 45
BESTA EFNID í SJÓNVARPINU?
43
ekkert gæludýr. Ég fékk ákafan hjart-
slátt.”
I einu atriðinu áttu þjálfarinn og
björninn að hlaupa upp hallandi
bjálka. Því miður var bjálkinn farinn
að fúna og lét undana. „Björninn
datt niður, kom niður með skell. Við
hentumst í allar áttir. Það eina sem að
komst hjá mér var að björninn væri
meiddur og fokreiður. En vitiði hvað
bangsi gerði? Hann sat bara þarna og
gapti eftir andanum og barði sér á
brjóst. Hann hafði kom'ið niður á
brjóstkassann og gekk ekki sem best
að anda. En auglýsingastjóri Hamm
hafði forðað sér með því að stökkva
fram af þriggja metra stalli og fót-
brotnaði.”
Auðvitað sjáum við ekkert annað í
fullgerðri auglýsingunni en fallegar
myndir — björn I eintrjáningi, björn
í jeppa, björn skokka á eftir manni.
Hann skokkaði á eftir manninum af
því maðurinn lét lakkrískonfekt detta
niður úr buxnaskálminni sinni jafnt
og þétt. Við sjáum bara aldrei lakkrís-
konfektið — né brotinn fót auglýs-
ingastjórans.
1975 var Marce Mayhew, leikstjóri
hjá Bozwell ogjacobs, að vinna fyrir
MG og fékk stórfenglega hugmynd
um 30 sekúndna auglýsingu. ,,Við
sjáum mann í flugvél. Hann lítur út
um gluggann og við sjáum til jarðar.
Þá er klippt, og við sjáum þrjá bíla
þar niðri, keppinautana, Fíat 124,
Porsche 914 og Datsun 240C — þjóta
eftir fjallavegi. Maðurinn í flugvélinn
rís upp og fer aftur í vélina, og við
sjáum að vélin er opin að aftan og
þetta er flutningaflugvél og í henni er
MG. Maðurinn ýtir MG-num út um
opnar dyrnar og stekkur út á eftir
honum. Risastór fallhlíf opnast yfir
MG-num, og maðurinn opnar
fallhlífina sína, þeir lenda svo
samtímis. Maðurinn tekur af sér
fallhlífina, losar fallhlífina af MG-
num, hoppar upp í ekur af stað, á
undan hinum þremur. Síðast í
myndinn kemur textinn: MG, heilu
stökki á undan.”
Þegar Mayhew hafði fengið blessun
MG til að gera þetta, varð hann að
finna fólkið til að vinna verkið. Hann
fékk RAF, konunglega flugflotann
breska, til samvinnu, því MG er
breskur bíll.
,,Við fengum Geimferðastjórn
Bandaríkjanna til að hjálpa okkur að
reikna út hvernig fallhlífin þyrfti að
vera. Hve stóra fallhlíf þarf til að
halda bll? Það eru milljón smáatriði.
Við urðum að fara eitthvað út í
auðnir Kaliforníu — E1 Mirage,
skammt frá herflugvellinum í
Edwards. Við urðum að hafa rúmgott
lendingarsvæði, því við vissum ekki
hvar bíllinn myndi lenda. Það var
heppilegast að taka myndina í
dögun, því þá er lygnast, svo að við
vorum komnir til starfa klukkan þrjú
að nóttu og unnum við bílljós.
Svo kom það: Dögun, herrar
mínir, setjið í gang. Við vorum með
tvær Cessnur og flutningaflugvél, og
þyrlu með aðalkvikmyndavélinni. í
annarri Cessnunni var myndavél. Hin