Úrval - 01.06.1979, Page 60
58
ÚRVAL
sem skipta „vindlinum” I nokkra
lóðrétta frumhluta — draga úr vind-
þrýstingnum og álaginu á undir-
stöðuna. Arkitektinn líkti þarna eftir
lögmálum hveitistöngulsins með
gjörðum sínum. Það er ekki að
ástæðulausu, sem stormurinn getur
riflð upp eikartré með rótum en
aðeins sveigt kornstöngulinn til
jarðar.
Starfsmenn tilraunastofnunar í
Moskvu leita að öðmm formum
háhýsabygginga með skrúfumynd-
uðu yfirborði, sem myndi draga úr
áhrifum vindstyrksins.
Það er ekki hægt að fullyrða neitt
um það, hvernig íbúðablokkir og
önnur háhús I borgum muni líta út í
framtlðinni. En eitt er þó ljóst:
Náttúran getur auðgað sköpunargáfu
arkitekta að verkfræðilegum
hugmyndum og gnægð rúmfræði-
legra forma, svo og að hugmyndum,
sem em skyldar mannlegri skynjun,
en eiga rætur að rekja til eilífrar
fegurðar náttúmnnar. ★
*1> M/ «1« vl/ M/
VjST V]v Vfc TfH
Kona nokkur kom til geðlæknis og sagði: ,,Þú verður að hjálpa
manninum. Hann ermeð dillur og heldur að hann sé Iyfta.”
,,Komdu með hann innfyrir,” svaraði geðlæknirinn. ,,Ég skai fá
hann ofan afþví.”
,,Það get ég ekki,” sagði eiginkonan. ,,Hann er hraðferð og
stansar ekki á þessari hæð. ’ ’
Hópur bandarískra ferðamanna í París kom í stóra dómkirkju. Þar
sáu þeir brúðkaup fara fram. Einn kaninn hvíslaði að næsta frans-
manni: ,,Hvererþrúðguminn?”
Sá innfæddi yppti öxlum og svaraði: , Je ne saispas. ’ ’
Hópurinn hélt áfram og í annarri hvelfingu var útfararathöfn í
fullum gangi. Kaninn sneri sér að nærstöddum fransmanni og
spurði: „Hvern er verið að jarða?”
Maðurinn svaraði: , Je ne saispas.
, Ja, hérna,” dæsti kaninn. „Sá dugði nú ekki lengi.” L.A.
Einræðisherra í lidu tíki ákvað að lögregluliðið skyidi fá nýja
einkennisbúninga. Hann fékk flinkan klæðskera frá París á staðinn
og sýndi honum teikningar af fyrirhuguðum búningum. Það var
rauðgul skikkja, svört stígvél, grænn jakki og rauðar buxur. „Þetta er
vissulega litríkt,” sagði klæðskerinn. „Lífvörðurinn verður glæsilega
búinn.”
„Hvað lífvörður?” ansaði einræðisherrann. „Þetta á að vera á
leynilögregluna. ” PK