Úrval - 01.06.1979, Side 69
ÞAD ER . . . FAÐIR!
67
valdi þeirra gat enginn utan-
aðkomandi hróflað.
Svo stóð ég þarna í fæðingar-
stofunni í grænum slopp og hélt um
axlir hannar meðan hún rembdist við
að þrýsta barninu út.
,,Anda, anda,” sagði ég bak við
skurðlæknisgrímuna, rétt eins og
eiginmaðurinn óþolandi í kvikmynd-
inni sem við sáum. ,,Svona.”
,,Hvað .... hvað langt eftir?”
spurði Sue Ellen einhvers staðar utan
úr mörkum meðvitundar og óminnis.
,,0,” svaraði fæðingarlæknirinn.
„Ekkert mjög langt. Ef þú rembist
svona vel nokkrum sinnum er þetta
allt að verða búið.” Hann góndi út
um ailt herbergi og ruggaði sér á
stólnum. Ég óttaðist að hann færi að
blístra.
,,Ég gæti gefið þér lága
mænudeyfingu, og þá væri þetta allt
búið,” sagði hann.
Ég sá andstæðar tilfinningar leika
um andlit hennar. Hvað var maður-
inn að bjóða henni? Kvalari, djöf-
ullinn sjálfur, að bjóða frelsun frá
þjáningu og meðvitund i skiptum
fyrir blessaða skynjun?
,,Nei,” sagði hún. ,,Ég held þetta
út.”
Fimmtán mínútum síðar sáum við I
stóra speglinum á veggnum á móti að
höfuðið kom í ljós.
„Rembast, rembast,” sögðum við
öll. Ég var gegndrepa af svita.
Allt í einu var dóttir okkar komin
og lá hrínandi á bringu móður sinnar,
leirlit, kámuð leifum fyrsta heim-
kynnis síns. Ég virti hana fyrir mér.
Nú var hún flóttamaður. í leginu var
hún borinn borgari; þar var allt sem
hún þekkti. Nú var hún falin okkur á
vald, átti allt sitt undir mannlegum
viðbrögðum foreldraástar. Þeir tóku
fótaförin af henni. Móðir hennar
horfði á hana með svip, sem ég hafði
aldrei séð áður. Þeir réttu mér hana,
og ég hélt henni upp að svita-
storknum sloppnum.
„Heitir hún eitthvað?” spurði
læknirinn.
, ,Marjorie Rose, ’ ’ savaraði ég.
Um eftirmiðdaginn, meðan Sue
Ellen svaf, fór ég heim — í sjöunda
himni — til að hafa fataskipti og
viðra hundinn. Ég skynjaði breyting-
una ákaflega þegar ég kom heim í
mannlaust húsið. Ég staldraði framan
við háa spegilinn og horfði á fötin
sem ég hafði verið í þegar dóttir mín
fæddist — bláar gallabuxur, striga-
skó, röndóttan stuttermabol — þetta
voru samskonar föt og ég var í þegar
ég var sjö ára og strengdi þess heit að
ég skyldi aldrei verða fullorðinn. Nú
stóð ég hér. Ég fór í sturtu og leitaði í
skápnum að buxum úr betra efni.
16. maí 1 Austin í Texas var
skýjaður, loftið þungt og rakt. Ég
setti þetta á mig hennar vegna. Allt
annað, sem fyrir augu mín bar —
bera, steinsteypta bílskúrana, engi-
fergul húsin, eikarlundinn í
garðinum þar sem tíkin mín hljóp nú
og elti sama íkornann og hún hafði
elt í heilt ár — allt þetta sá ég með