Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 69

Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 69
ÞAD ER . . . FAÐIR! 67 valdi þeirra gat enginn utan- aðkomandi hróflað. Svo stóð ég þarna í fæðingar- stofunni í grænum slopp og hélt um axlir hannar meðan hún rembdist við að þrýsta barninu út. ,,Anda, anda,” sagði ég bak við skurðlæknisgrímuna, rétt eins og eiginmaðurinn óþolandi í kvikmynd- inni sem við sáum. ,,Svona.” ,,Hvað .... hvað langt eftir?” spurði Sue Ellen einhvers staðar utan úr mörkum meðvitundar og óminnis. ,,0,” svaraði fæðingarlæknirinn. „Ekkert mjög langt. Ef þú rembist svona vel nokkrum sinnum er þetta allt að verða búið.” Hann góndi út um ailt herbergi og ruggaði sér á stólnum. Ég óttaðist að hann færi að blístra. ,,Ég gæti gefið þér lága mænudeyfingu, og þá væri þetta allt búið,” sagði hann. Ég sá andstæðar tilfinningar leika um andlit hennar. Hvað var maður- inn að bjóða henni? Kvalari, djöf- ullinn sjálfur, að bjóða frelsun frá þjáningu og meðvitund i skiptum fyrir blessaða skynjun? ,,Nei,” sagði hún. ,,Ég held þetta út.” Fimmtán mínútum síðar sáum við I stóra speglinum á veggnum á móti að höfuðið kom í ljós. „Rembast, rembast,” sögðum við öll. Ég var gegndrepa af svita. Allt í einu var dóttir okkar komin og lá hrínandi á bringu móður sinnar, leirlit, kámuð leifum fyrsta heim- kynnis síns. Ég virti hana fyrir mér. Nú var hún flóttamaður. í leginu var hún borinn borgari; þar var allt sem hún þekkti. Nú var hún falin okkur á vald, átti allt sitt undir mannlegum viðbrögðum foreldraástar. Þeir tóku fótaförin af henni. Móðir hennar horfði á hana með svip, sem ég hafði aldrei séð áður. Þeir réttu mér hana, og ég hélt henni upp að svita- storknum sloppnum. „Heitir hún eitthvað?” spurði læknirinn. , ,Marjorie Rose, ’ ’ savaraði ég. Um eftirmiðdaginn, meðan Sue Ellen svaf, fór ég heim — í sjöunda himni — til að hafa fataskipti og viðra hundinn. Ég skynjaði breyting- una ákaflega þegar ég kom heim í mannlaust húsið. Ég staldraði framan við háa spegilinn og horfði á fötin sem ég hafði verið í þegar dóttir mín fæddist — bláar gallabuxur, striga- skó, röndóttan stuttermabol — þetta voru samskonar föt og ég var í þegar ég var sjö ára og strengdi þess heit að ég skyldi aldrei verða fullorðinn. Nú stóð ég hér. Ég fór í sturtu og leitaði í skápnum að buxum úr betra efni. 16. maí 1 Austin í Texas var skýjaður, loftið þungt og rakt. Ég setti þetta á mig hennar vegna. Allt annað, sem fyrir augu mín bar — bera, steinsteypta bílskúrana, engi- fergul húsin, eikarlundinn í garðinum þar sem tíkin mín hljóp nú og elti sama íkornann og hún hafði elt í heilt ár — allt þetta sá ég með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.