Úrval - 01.06.1979, Side 74
T
ÚRVAL
um eins árs skeið, og maðurinn vann
fulla erfiðisvinnu og fékk auðvitað
fullnægjandi magn hitaeininga, enda
var þessi tilraun gerð eingöngu i því
skyni að prófa, hve mikið iíkaminn
þyrfti af eggjahvítu.
Úr Heilsuvernd
HVE MIKIÐ C-VÍTAMÍN?
Flest dýr framleiða sjálf C-vítamín í
líkama sínum, auk þess sem þau fá
það í fæðunni. Maðurinn er talinn
hafa glatað þessum hæfileika, og er
hann tók að leggja sér soðna fæðu til
munns, fóru að koma fram sjúk-
dómar stafandi af skorti þessa efnis.
Flestir fá þó nægilega mikið C-víta-
mín til að koma í veg fyrir skyrbjúg,
en ekki nóg til að verjast kvef-
sjúkdómum, og krabbamein segja
sumir að einnig megi rekja til skorts
þessa vítamíns.
Prófessor að nafni Linus Paulus
telur sig hafa fundið, að flest landdýr
framleiði C-vítamín sem nemur 100-
200 mg á sólarhring á hvert kg
líkamsþyngdar, hvort sem dýrin eru
smá eða stór, allt frá flugu til fíls.
Eftir því þyrfti karlmaður sem vegur
70 kg 10 g af C-vítamíni á dag, eða
100 sinnum meira en talið er
nægilegt til að verjast sjúkdómum
eins og skyrbjúgi (100 mg á dQa)
(Úr Háisa)
Hér tekið úr 1 rcdsuvernd
,,Ég fótbraut mig á tlu stöðum,” sagði skíðamaðurinn.
„Hvernig er hægt að brjóta fót á tíu stöðum?” spurði vinurinn.
,,Jú, jú,” svaraði skíðakappinn. ,,það var í Vermont, Maine, New
York, Kólorado, Kanada, Illinois, Wisconsin, Utah, Wyoming og
Michigan. ’ ’
Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna í Sussex, er svohljóðandi skilti 1
glugganum: „Vertu góður nágranni. Láttu yfirfara sláttuvélina —
tilbúna til að lána hana. ’ ’
L.P.
Á skilti á bar 1 New York City stendur: „Barþjónninn okkar hefur
ekki leyfi til að rökræða stjórnmál, trúarbrögð eða önnur vandamál.
R.S.
Frá mánudegi til föstudags keyri ég langleiðina í vinnuna. Ég skil
bílinn minn eftir á stæðinu hjá kirkjunni og labba svo með starfs-
bróður mínum á vinnustaðinn. Kvöld nokkurt er ég kom að bílnum
tók ég eftir miða undir þurrkublaðinu: Á honum var merki kirkjunn-
ar og svohljóðandi orðsending frá prestinum. „Þér er einnig boðið
að leggja bílnum hérna á sunnudögum. ’ ’
F.R.