Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 81

Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 81
ER HLÝÐIÐ BARN ALLTAF BLESSUN? 79 Að sjálfsögðu er hægara að gefa heilræði en að fara eftir þeim. í fyrsta lagi ættu foreldrar að hafa hemil á sér og vera sparir á fyrirskipanir. Ekki of mikið af ,,þú mátt ekki.” Þ6 orðin ,,má ekki” ættu að vera meðal hinna fyrstu, sem barnið lærir, þá lítur barnið því aðeins á þau sem lögmál, að foreldrarnir klifi ekki í sífellu á „ekki snerta,” ,,settu þetta ekki upp í þig,” „farðu ekki þangað.” Ef eitthvað verður að banna, þá er betra að beina athygli barnsins frá því í stað þess að endurtaka það sama þangað til barnið hættir alveg að gefa gaum að því sem þú segir. Oft skortir for- eldra stillingu og skilning. Það er beinlínis óviturlegt að segja við ungling: „Vertu ekki með þessum strák (eða stelpu).” Áhrif vinar orka stundum sterkar á táning heldur en áhrif foreldranna. Foreldrar ættu ekki að banna syni sínum eða dóttur að fara út með þeim, sem unglingnum geðjast að. Slík bönn hafa ekki áhrif og geta leitt til þess að fólk glati trúnaði sonarins eða dótturinnar. Og það getur verið mjög erfitt að endur- heimta hann. Barnið hneigist til þess að draga sig inn í skel sína, verða fjarlægt foreldrunum. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að benda á, að sumir foreldrar trúa því, að með því að gefa fyrirskipanir og láta barnið hlýðnast þeim, þá kúgi þau vilja þess og ræni það sjálfstæði sínu. Erþetta rétt? Þegar foreldrar krefjast þess, að barn hætti að leika sér við vin sinn, vegna þess að kominn sé háttatími, eða hætti að lesa skemmtilega bók, vegna þess að það á að fara í sendi- ferð, þá kenna foreldrarnir barninu ekki aðeins að hlýða, heldur og það sem mikilvægara er, þeir kenna þvl einnig sjálfsaga og aðhald. Ef barn þarf aldrei að neita sér um neina ánægju og alltaf er orðið við duttlungum þess, er ólíklegt, að barnið muni nokkru sinni þroska viljastyrk sinn. Þess vegna bælum við ekki sjálf- stæðisvitund barnsins með því að kenna því aga, heldur þvert á móti, við aukum hana. Þeir foreldrar hafa rangt fyrir sér, sem vona, að þegar barnið verður eldra muni það sjálft skilja, hve réttlát og hyggilega boð þeirra og bönn voru. Það er erfitt að innræta unglingi meðvitaðan aga, ef hann(eða hún) hefur ekki *verið vaninn við það frá blautu barnsbeini að taka tillit til annars fólks eða þjóðfélagsins. Þá fyrst, er ungling- urinn er orðinn því vanur að hlýða skynsamlegum fyrirmælum andmælalaust, þegar það er orðinn vam, er hægt að veita honum meira frelsi, eftir því sem hann verður eldri, eða í stað fyrirskipananna geta komið útskýringar og ráðleggingar. Því miður er reyndin oft hið gangstæða: Foreldrar, sem ekki hafa beitt aga á mótunarárum barnsins í bernsku, reyna ákaft að draga inn slakann. Þau hrópa, refsa, ógna, en börnin hlusta ekki einu sinni á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.