Úrval - 01.06.1979, Side 82

Úrval - 01.06.1979, Side 82
80 ÚRVAL foreldra sína, þar sem þeim hefur ekki verið kennt að hlýða. Astandið fer versnandi. Unglingurinn breytistí ungmenni. Vaninn að taka ekki mark á foreldrunum, að gefa þeirra ,,þú mátt ekki” engan gaum, leiðir til sífellt alvarlegri hegðunarvandamála. Að lokum fá foreldrarnir „vitrun” og eru ákveðnir í þvi að sigrast á þrákelkni sonarins eða dótturinnar. Slíkar tilraunir eru jafnvel enn hættulegri, sérstaklega þegar um sjálfið eða stoltið er að tefla (hver fer með sigur af hólmi?). Ef foreldrunum að lokum tekst að fá börnin til þess að láta undan, án þess að sannfæra þau um, að þeir, foreldrarnir, hafi rétt fyrir sér, þá er það gerningur, sem sviptir ungmennið sjálfsvirðingu og bælir vilja hans. Ef á hinn bóginn barnið vinnur baráttuna og for- eldrarnir láta undan nöldrandi, þá er það jafn skaðlegt. Það er aðeins til ein rétt leið. Að kenna barninu þolinmóðlega, á meðan það er enn lítið, að hlýða skynsamlegum fyrirmælum, og síðan, þegar barnið eldist, að sýna unglingnum meiri virðingu, veita honum meira frelsi og sjálfstæði. Hæfileikinn til þess að þekkja takmörk íhlutunar sinnar í líf barnsins, sem er að þroskast, er próf- steinninn á móðurlega og föðurlega lagni og hæfni. Það ber vott um enn meiri árangur að fá barnið sjálft til þess að leita ráð foreldra sinna og fylgja þeim. Til eru börn, sem skortir viljastyrk, sem eru óákveðin og hneigjast til þess að hegða sér eftir stundaráhrifum, þvert gegn betri vitund. Þau eru taugáveikluð og þess vegna ættu for- eldrar þeirra að sýna sérstaka varfærni við val réttra aðferða og leiða við uppeldi þeirra. ella kann svo að fara, að þau standi frammi fyrir all dæmi- gerðu unglingavandamáli — mótmælaviðbrögðunum. í sérstökum tilfellum verður að leita ráða hjá barnasálfræðingi. Barnið hættir allt 1 einu að tala við foreldrana, hleypur að heiman eða fremur skemmdar- verk. Oftar kemur þó löngunin til þess að ráða sér sjálfur fram í svolítið ankannalegri hegðun. Það er kalt úti og sonurinn er húfulaus. Móðirin leggur til, að hann setjist niður og ljúki heimavinnunni undir skólann (hann ætlaði að fara að gera það), þess vegna setur hann kassettutækið í gang bara til þess að storka henni. Ef foreldrarnir þekkja ekki einkennin og halda áfram að þröngva vilja sínum upp á unglinginn, getur ástandið breyst í alvarleg og langvinn átök. Hvað á að gera? Foreldrarnir eiga að gera sem minnstar kröfur, jafnvel umbera vissa þrjósku. Því minni þrýstingur af hálfu foreldranna, þeim mun minni mótmæli frá ungling- unum. Þetta er hörð raun fyrir for- eldrana, það er erfitt að sætta sig við að barnið þeirra ,,vaxi líkt og bogið tré”. En betri er „slæmur friður” heldur en sú áhætta, að tengslin rofni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.