Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 82
80
ÚRVAL
foreldra sína, þar sem þeim hefur
ekki verið kennt að hlýða. Astandið
fer versnandi. Unglingurinn breytistí
ungmenni. Vaninn að taka ekki mark
á foreldrunum, að gefa þeirra ,,þú
mátt ekki” engan gaum, leiðir til
sífellt alvarlegri hegðunarvandamála.
Að lokum fá foreldrarnir „vitrun” og
eru ákveðnir í þvi að sigrast á
þrákelkni sonarins eða dótturinnar.
Slíkar tilraunir eru jafnvel enn
hættulegri, sérstaklega þegar um
sjálfið eða stoltið er að tefla (hver fer
með sigur af hólmi?). Ef foreldrunum
að lokum tekst að fá börnin til þess að
láta undan, án þess að sannfæra þau
um, að þeir, foreldrarnir, hafi rétt
fyrir sér, þá er það gerningur, sem
sviptir ungmennið sjálfsvirðingu og
bælir vilja hans. Ef á hinn bóginn
barnið vinnur baráttuna og for-
eldrarnir láta undan nöldrandi, þá er
það jafn skaðlegt.
Það er aðeins til ein rétt leið. Að
kenna barninu þolinmóðlega, á
meðan það er enn lítið, að hlýða
skynsamlegum fyrirmælum, og síðan,
þegar barnið eldist, að sýna
unglingnum meiri virðingu, veita
honum meira frelsi og sjálfstæði.
Hæfileikinn til þess að þekkja
takmörk íhlutunar sinnar í líf
barnsins, sem er að þroskast, er próf-
steinninn á móðurlega og föðurlega
lagni og hæfni. Það ber vott um enn
meiri árangur að fá barnið sjálft til
þess að leita ráð foreldra sinna og
fylgja þeim.
Til eru börn, sem skortir viljastyrk,
sem eru óákveðin og hneigjast til þess
að hegða sér eftir stundaráhrifum,
þvert gegn betri vitund. Þau eru
taugáveikluð og þess vegna ættu for-
eldrar þeirra að sýna sérstaka varfærni
við val réttra aðferða og leiða við
uppeldi þeirra. ella kann svo að fara,
að þau standi frammi fyrir all dæmi-
gerðu unglingavandamáli —
mótmælaviðbrögðunum. í sérstökum
tilfellum verður að leita ráða hjá
barnasálfræðingi. Barnið hættir allt 1
einu að tala við foreldrana, hleypur
að heiman eða fremur skemmdar-
verk.
Oftar kemur þó löngunin til þess
að ráða sér sjálfur fram í svolítið
ankannalegri hegðun. Það er kalt úti
og sonurinn er húfulaus. Móðirin
leggur til, að hann setjist niður og
ljúki heimavinnunni undir skólann
(hann ætlaði að fara að gera það),
þess vegna setur hann kassettutækið í
gang bara til þess að storka henni. Ef
foreldrarnir þekkja ekki einkennin og
halda áfram að þröngva vilja sínum
upp á unglinginn, getur ástandið
breyst í alvarleg og langvinn átök.
Hvað á að gera? Foreldrarnir eiga
að gera sem minnstar kröfur, jafnvel
umbera vissa þrjósku. Því minni
þrýstingur af hálfu foreldranna, þeim
mun minni mótmæli frá ungling-
unum. Þetta er hörð raun fyrir for-
eldrana, það er erfitt að sætta sig við
að barnið þeirra ,,vaxi líkt og bogið
tré”. En betri er „slæmur friður”
heldur en sú áhætta, að tengslin rofni