Úrval - 01.06.1979, Side 90

Úrval - 01.06.1979, Side 90
8 ÚRVAL hana sér fyrir hendur sem tómstunda- gaman. Hann fékk leyfi frá egypsku stjórninni og Fornleifadeild hennar til að starfa í hinum fræga Konunga- dal, þar sem grafhýsi faraóanna fornu er að finna. Nú til dags þykir það furðu gegna, að enskur lord skyldi geta stigið á land í Egyptalandi og fengið þegar í stað opinbert leyfí til að róta I helgum leifum faraóaldarinnar án nokkurrar kunnáttu eða eftirlits. En á þeim tíma þurftu menn ekki annað en vera auðugir og klárir I kollinum til þess að finna náð í augum frakkans sem stjórnaði fornleifadeildinni, til þess að fá leyfi til að grafa. Frakkar höfðu næstum skilyrðislausa stjórn á öllum greinum fornleifanna fyrir hönd egypsku stjórnarinnar — þetta var arfur frá Egyptalandsleiðöngrum Napóleons. Á þessum tíma var leyfi til fornleifaleitar einfalt samkomulag. Verkið var undir eftirliti Fornleifa- deildarinnar, en sjaldan var í raun litið eftir neinu. Ef grafarinn fann grafhýsi, var hann skyldur að láta deildina vita tafarlaust. En grafarinn hafði sjálfur rétt til að fara fystur inn í grafhýsið, með því skilyrði að með honum væri fulltrúi Fornleifadeildar- innar. Það sem mestu máli skipti — hvernig skipta skildi því sem fyndist — var í rauninni ekki svo naugið. Öskráðar venjur sögðu að múmíurnar, ásamt kistunum og steinþrónum, skyldu verða eign ríkis- ins, en það sem fyndist í grafhýsum, sem ekki væru áður ósnert — það er að segja að ,,leitað hefði verið í þeim fyrr á tímum” — skyldi skiptast að jöfnu milli grafarans og Fornleifa- deildarinnar. Gersemar úr ósnertu grafhýsi skyldu allar ganga til ríkisins, en enginn hafði nokkru sinni fundið grafhýsi, sem grafarræningjar fyrri halda höfðu ekki þegar látið greipar sópa rækilega um. Þegar er Carnarvon lávarður hafði fengið leyfið tók hann að grafa af mestu ákefð en lítilli kunnáttu og fyrirhyggju. I sex vikur stóð hann við, hjúpaður rykskýi. Því meira ryki, sem hann þyrlaði upp, því meira sannfærðist hann um að hann þyrfti á sérfræðihjálp' að halda. Og sá sér- fræðingur var sérkennilegur maður að nafni Howard Carter. Þverhaus Ekki var Carter af háum stigum. Hann var fæddur 1874 í Kensington í Englandi. Pabbi hans var teiknari og vatnslitamálari, sem sérhæfði sig í að mála skepnur 1 eigu yfirstéttarinnar og of fátækur til að senda drenginn í skóla. Þess vegna var Howard kennt heima. Pabbi hans kenndi honum, svo hann varð vatnslitamálari eins og faðirinn. Ekki var annað að sjá en að fyrir honum ætti að liggja að feta í fátækleg fótspor föðurins við að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.