Úrval - 01.06.1979, Síða 90
8
ÚRVAL
hana sér fyrir hendur sem tómstunda-
gaman. Hann fékk leyfi frá egypsku
stjórninni og Fornleifadeild hennar
til að starfa í hinum fræga Konunga-
dal, þar sem grafhýsi faraóanna fornu
er að finna.
Nú til dags þykir það furðu gegna,
að enskur lord skyldi geta stigið á
land í Egyptalandi og fengið þegar í
stað opinbert leyfí til að róta I helgum
leifum faraóaldarinnar án nokkurrar
kunnáttu eða eftirlits. En á þeim tíma
þurftu menn ekki annað en vera
auðugir og klárir I kollinum til þess
að finna náð í augum frakkans sem
stjórnaði fornleifadeildinni, til þess
að fá leyfi til að grafa. Frakkar höfðu
næstum skilyrðislausa stjórn á öllum
greinum fornleifanna fyrir hönd
egypsku stjórnarinnar — þetta var
arfur frá Egyptalandsleiðöngrum
Napóleons.
Á þessum tíma var leyfi til
fornleifaleitar einfalt samkomulag.
Verkið var undir eftirliti Fornleifa-
deildarinnar, en sjaldan var í raun
litið eftir neinu. Ef grafarinn fann
grafhýsi, var hann skyldur að láta
deildina vita tafarlaust. En grafarinn
hafði sjálfur rétt til að fara fystur inn í
grafhýsið, með því skilyrði að með
honum væri fulltrúi Fornleifadeildar-
innar.
Það sem mestu máli skipti —
hvernig skipta skildi því sem fyndist
— var í rauninni ekki svo naugið.
Öskráðar venjur sögðu að
múmíurnar, ásamt kistunum og
steinþrónum, skyldu verða eign ríkis-
ins, en það sem fyndist í grafhýsum,
sem ekki væru áður ósnert — það er
að segja að ,,leitað hefði verið í þeim
fyrr á tímum” — skyldi skiptast að
jöfnu milli grafarans og Fornleifa-
deildarinnar. Gersemar úr ósnertu
grafhýsi skyldu allar ganga til ríkisins,
en enginn hafði nokkru sinni fundið
grafhýsi, sem grafarræningjar fyrri
halda höfðu ekki þegar látið greipar
sópa rækilega um.
Þegar er Carnarvon lávarður hafði
fengið leyfið tók hann að grafa af
mestu ákefð en lítilli kunnáttu og
fyrirhyggju. I sex vikur stóð hann við,
hjúpaður rykskýi. Því meira ryki, sem
hann þyrlaði upp, því meira
sannfærðist hann um að hann þyrfti á
sérfræðihjálp' að halda. Og sá sér-
fræðingur var sérkennilegur maður að
nafni Howard Carter.
Þverhaus
Ekki var Carter af háum stigum.
Hann var fæddur 1874 í Kensington í
Englandi. Pabbi hans var teiknari og
vatnslitamálari, sem sérhæfði sig í að
mála skepnur 1 eigu yfirstéttarinnar
og of fátækur til að senda drenginn í
skóla. Þess vegna var Howard kennt
heima. Pabbi hans kenndi honum,
svo hann varð vatnslitamálari eins og
faðirinn. Ekki var annað að sjá en að
fyrir honum ætti að liggja að feta í
fátækleg fótspor föðurins við að