Úrval - 01.06.1979, Page 93

Úrval - 01.06.1979, Page 93
GRÖF TÚTANKAMMONS 91 allt. Petrie hafði ásamt konu sinni og þremur ungum konum, sem voru lærlingar hans, verið að afrita rúnir í grafhýsi 1 Saqqara, þegar hópur fullra frakka kom í búðir þeirra kvöld eitt, heimtaði að fá leiðsögn um uppgraftarsvæðið og reyndi síðan að brjótast inn til kvennanna. Petrie sendi boð til Carters, sem kom með hóp egypta, allt starfsmenn fornleifa- deildarinnar. Það sló í brýnu, og einn frakkanna var rotaður. Frakkar klöguðu í Maspero, og franski yfir- konsúllinn heimtaði formlega afsökuarbeiðni. Carter neitaði. Maspero, sem þótti afar vænt um þennan þvermóðskufulla breta, reyndi að fá hann til þess að senda frá sér málamynda afsökun til þess að viðhalda sæmilegu andrúmslofti ,,milli Engla og Galla’ ’. En Carter var ónæmur fyrir refskák smápólitíkur og honum varð ekki þokað. Svo Maspero neyddist til að reka hann, þótt honum væri það þvert um geð. Næstu fjögur árin hafði Carter varla til hnífs og skeiðar. Hann var leiðsögumaður ferðamanna, seldi þeim vatnslitamyndir sínar, og svo er að sjá sem hann hafi við og við drýgt tekjur sínar með því að selja antikas, eins og egyptar kölluð fornleifarnar. Þegar hann var kynntur fyrir Carnar- von lávarði, fyrir milligöngu Masperos, sem enn lét sér annt um þennan erfiða vin sinn, og bauðst staða sem sérfræðingur lávarðsins, þáði hann það þegarí stað. Þetta kom sér vel fyrir þá báða, því Howard Carter kunni vel verka, varí kröggum og fáanlegur fyrir hóflegt kaup. Hin Miklu Sæti Eilífrar Þagnar Svið harmleiksins, sem snerti Tútankammon, Carnarvon lávarð og Howard Carter er mikilúðlegt — Dalur grafhýsa konunganna. Nafnið eitt er fullt af rómantík. En vart er hægt að ímynda sér afskekktari, óþægilegri, heitari og einmanalegri stað. Fyrr á tíð, rétt sem nú, er farið til dalsins frá Þebu, nú borginni Luxor, sem stendur á bökkum Nllar 720 kílómetra sunnan við Kaíró. Hinum megin við ána var fimm kílómetra spilda eða rúmlega það, sem árstíða- bundin flóðin fylltu gróskumiklum gróðri. Staðurinn, þar sem landið hættir að vera ræktanlegt og verður auðn, hefur aðeins lítillega færst til í aldanna rás. En upp af honum rís auðnin, fyrst smátt, síðan síbrattari þar til hún rís í miklum hrikaleik upp að háum klettum, sem kallaðir eru Deir-el-Bahri. Undir klettunum en Konugadalurinn. I augum fornegypta var mjög mikilvægt að líkaminn væri vel búinn til hvers sem með þurfti í eftirlífinu og fengi að hvíia ótruflaður þar sem honum væri valinn staður. Fyrstu konungarnir reyndu að tryggja þetta með því að reisa píramída yfir líkami sína, raunveruleg fjöll úr steini. Allt, sem snilligáfu gat dottið í hug eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.