Úrval - 01.06.1979, Síða 93
GRÖF TÚTANKAMMONS
91
allt. Petrie hafði ásamt konu sinni og
þremur ungum konum, sem voru
lærlingar hans, verið að afrita rúnir í
grafhýsi 1 Saqqara, þegar hópur fullra
frakka kom í búðir þeirra kvöld eitt,
heimtaði að fá leiðsögn um
uppgraftarsvæðið og reyndi síðan að
brjótast inn til kvennanna. Petrie
sendi boð til Carters, sem kom með
hóp egypta, allt starfsmenn fornleifa-
deildarinnar. Það sló í brýnu, og einn
frakkanna var rotaður. Frakkar
klöguðu í Maspero, og franski yfir-
konsúllinn heimtaði formlega
afsökuarbeiðni. Carter neitaði.
Maspero, sem þótti afar vænt um
þennan þvermóðskufulla breta,
reyndi að fá hann til þess að senda frá
sér málamynda afsökun til þess að
viðhalda sæmilegu andrúmslofti
,,milli Engla og Galla’ ’. En Carter var
ónæmur fyrir refskák smápólitíkur og
honum varð ekki þokað. Svo Maspero
neyddist til að reka hann, þótt
honum væri það þvert um geð.
Næstu fjögur árin hafði Carter
varla til hnífs og skeiðar. Hann var
leiðsögumaður ferðamanna, seldi
þeim vatnslitamyndir sínar, og svo er
að sjá sem hann hafi við og við drýgt
tekjur sínar með því að selja antikas,
eins og egyptar kölluð fornleifarnar.
Þegar hann var kynntur fyrir Carnar-
von lávarði, fyrir milligöngu
Masperos, sem enn lét sér annt um
þennan erfiða vin sinn, og bauðst
staða sem sérfræðingur lávarðsins,
þáði hann það þegarí stað. Þetta kom
sér vel fyrir þá báða, því Howard
Carter kunni vel verka, varí kröggum
og fáanlegur fyrir hóflegt kaup.
Hin Miklu Sæti Eilífrar Þagnar
Svið harmleiksins, sem snerti
Tútankammon, Carnarvon lávarð og
Howard Carter er mikilúðlegt —
Dalur grafhýsa konunganna. Nafnið
eitt er fullt af rómantík. En vart er
hægt að ímynda sér afskekktari,
óþægilegri, heitari og einmanalegri
stað.
Fyrr á tíð, rétt sem nú, er farið til
dalsins frá Þebu, nú borginni Luxor,
sem stendur á bökkum Nllar 720
kílómetra sunnan við Kaíró. Hinum
megin við ána var fimm kílómetra
spilda eða rúmlega það, sem árstíða-
bundin flóðin fylltu gróskumiklum
gróðri. Staðurinn, þar sem landið
hættir að vera ræktanlegt og verður
auðn, hefur aðeins lítillega færst til í
aldanna rás. En upp af honum rís
auðnin, fyrst smátt, síðan síbrattari
þar til hún rís í miklum hrikaleik upp
að háum klettum, sem kallaðir eru
Deir-el-Bahri. Undir klettunum en
Konugadalurinn.
I augum fornegypta var mjög
mikilvægt að líkaminn væri vel búinn
til hvers sem með þurfti í eftirlífinu
og fengi að hvíia ótruflaður þar sem
honum væri valinn staður. Fyrstu
konungarnir reyndu að tryggja þetta
með því að reisa píramída yfir líkami
sína, raunveruleg fjöll úr steini. Allt,
sem snilligáfu gat dottið í hug eða