Úrval - 01.06.1979, Síða 94
92
ÚRVAL
auður fekk keypt var reynt. Björgum
úr graniti var komið fyrir í inngöngu-
leiðunum, björgum sem vógu mörg
tonn. Búin voru til villugöng. Leyni-
dyr voru gerðar. Allt var það
árangurslaust. í hinni endalausu bar-
áttu milli þeirra sem reyndu að fela
auðævi sín um eilífð og þeirra, sem
reyndu að afla þeirra sjálfum sér til
handa urðu þeir ævinlega undir, sem
reyndu að felast.
Við upphaf valdatíma 18.
konugsættarinnar, um 1580 fyrir
Krist, var varla það konungsgrafhýsi
til í Egyptalandi sem ekki hafði verið
rænt. Þá braut Túmóses fyrsti, einn af
mestu faraóum Egyptalands, hefðina
á eftirminnilegan hátt og ákvað að
láta gera sér neðanjarðargrafhýsi,
algerlega falið. Hann valdi dalinn
undir stóru klettunum sem blöstu
við handan við Níl frá höfuðborg
hans, Þebu.
Allir eftirmenn hans meðal konuga
18. ættarinnar fóru að dæmi hans, og
á fimm alda bili var aðeins vitað um
fá grafarrán. En á dögum 19. og 20.
konungsættanna (á að giska frá 1320
til 1200 fyrir Krist) urðu grafarránin
að plágu. Enginn hinna miklu faraóa
slapp við heimsókn grafarræningja.
Carter hafði tekið ástfóstri við ein-
manaleikann og auðnina í Konunga-
dalnum, sögu hans og það sem hann
kallaði „trúartilfinninguna sem
geislar af þessum stað í svo ríkum
mæli, að það er næstum eins og hún
sé eigin lífi gædd.” Hann reið
þangað oft einn síns liðs á asna og
naut hátíleikans af endalausum
„harðúðgum klettum” allt
umhverfis hann. Allt var dautt og
kyrrt. Það var stundum næstum
skelfilegt að ferðast um krókótta
slóðalausa leiðina um eyðimerkur-
sandinn upp að gröfunum sjálfum,
sem til forna voru kallaðar ,,Hin
Miklu Sæti Eilífrar Þagnar’ ’.
Á dvöl sinni á þessum slóðum
hafði Carter kynnt sér vandlega sér-
hvern fornleifafund, hve ómerkilegur
sem hann virtist, og vissi um grafhýsi
sérhvers konungs og annarra múmía.
Hann sannfærðist um það snemma á
ferli sínum að dalurinn hefði ekki
ljóstrað upp öllum leyndarmálum
sínum, þótt hver vísindamaðurinn og
ævintýramaðurinn eftir annan þættist
þess fullviss, að hann hefði kannað
svæðið til fullnustu.
1875 átti athyglisverðasti fundur-
inn sér stað, í Deir-el-Bahri.i jölskylda
atvinnu-grafarræningja að nafni
Abd-el-Rasul fann helli höggvinn í
klett, með mumlum hvorki meira né
minna en 40 konunga af 18., 19-, 20.
og 21. konungsættinni. Þessum
múmíum hafði verið safnað saman og
komið fyrir í sameiginlegum kletta-
klefa til þess að reyna að vilia um fyrir
þjófum.
Foringi Abd-el-Rasul ættarinnar sá
þarna meiri gersemar en nokkurn
hafði órað fyrir, og lét alla sína menn
sverja þagnareiða. En græðgin náði
yfirhöndinni yfir honum sjálfum, og
ekki leið á löngu áður en fágætlega
dýrmætar konungsgersemar tóku að