Úrval - 01.06.1979, Side 96
94
ÚRVÁI
dalurinn hefði verið tæmdur. En árið
1902 fékk ameríski milljónamæring-
urinn Theodore Davis leitarleyfi í
dalnum, og árið 1907 rakst hann á
nokkra hluti, sem bentu beinlínis á
návist Tútankammons konungs.
Árið eftir fann hann illa gerða gröf
á hæð skammt frá tveimur þekktum
grafhýsum. Gröfin var ómerkt og
innihaldið — um 40 leirkrúsir með
líni, margir leirbollar og annað álíka
— olli vonbrigðum. Davis var þó ekki
í nokkrum vafa um, að þetta dót varí
einhverjum tengslum við Tútan-
kammon. ,,Ein leirkrúsin hafði
brotnað í stútinn og um brotið hafði
verið vafíð klæði með nafni Tútan-
kammons.” En fundurinn var svo
ómerkilegur að enginn veitti honum
verulega athygli.
Loks lýsti Davis því yfir sem aðrir
að ekki væri fleira að finna 1
Konungadal, og afsalaði sér leitar-
réttinum þar. Carnarvon lávarður og
Carter fengu nú réttinn. Þegar réttar-
samningurinn var undirritaður, sagði
Maspero þeim félögum að hann teldi
þá ekki mundu finna neitt sem gæti
borgað þeim fyrirhöfnina. En Carter
var orðinn sannfærður um að grafhýsi
eins faraós enn væri ófundið í
dalnum, og sá faraó væri Tútan-
kammon.
Hlaup en engin kaup
Sú sögn hefur orðið lífseig að
Carter hafi fundið grafhýsi Tútan-
kammons fyrir slembilukku. En það
var öðru nær. Nákvæmur að vanda
hafði Carter um fátt annað hugsað
undanfarin ár heldur en Tútan-
kammon. En sem þeir Carnarvon vom
að fullgera áætlun um ýtarlega leit,
sem átti að hefjast í október 1914,
braust heimsstyrjöldin fyrri út. Um
sinn féll allt starf niður.
Haustið 1917 sneru þeir aftur til
starfa. Carter ákvað að láta allan fyrri
uppgröft lönd og leið og grafa alveg
niður á fast. Hann ætlaði að einbeita
leitinni að þríhyrningi milli grafhýsa
Ramsesar II, Merenpthas og Ramsesar
IV. Þetta svæði taldi hann líklegast,
miðað við fyrri rannsóknir, til að
geyma grafhýsi Tútankammons.
Til þess að vera alveg viss um, að
leitin yrði kerflsbundin, kom Carter
upp reitakerfi, og áæltaði að feta sig
fram, einn reit í einu, undan-
tekningalaust, til þess að tryggja að
ekkert yrði útundan. Þríhyrningurinn
var aðeins um hektari að stærð, en
verkefnið var engu að síður gífurlegt.
Flytja þurfti hundruð þúsunda rúm-
metra af sandi, grjóti og stórgrýti. Á
þessum tíma var engri vélvæðingu til
að dreifa. Karlar og ungir drengir
unnu með haka, skóflur og litlar
körfur, fylltu og hvolfdu úr á víxl.
Fyrsta tímabilið komst Carter niður
á móts við neðri brún inngangsins að
grafhýsi Ramsesar VI. Tíu til fimmtán
metrum þaðan var komið niður á
rústir af búðum verkamanna, sem
stóðu á tinnuklettum. Venjulega
vom rústir verkamannabúða taldar
ömggt merki um grafhýsi í nánd, en
Carter stöðvaði verkið af skyndingu