Úrval - 01.06.1979, Síða 98
96
ÚRVAL
stundum. Hann var síþreyttur á sál og
líkama og leið stöðugar kvalir.
Tímabil hans sem verndara og
kostnaðarmanns egypskrar fornleifa-
leitar var að renna á enda.
Ekki var það honum til uppörfunar
að nú höfðu orðið breytingar hjá
Fornleifadeildinni. Þegar hér er
komið sögu er óhjákvæmilegt að
kynna nýjan mann, sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á starfið sem
viðkemur Tútankammon. Þetta var
Pierre Lacau, sem árið 1917 tók við
yfirstjórn deildarinnar af Sir Gaston
Maspero. Lacau var glæsimenni og
sérlega hæfur fornfræðingur, stoltur
af skipulagshæfileikum sínum og
stjórnun. Hann gat rætt af þekkingu
og orðgnótt um fjölmörg efni, en var
samt svo nákvæmur, að um hann var
sagt að hann ,,gerði lista yfir lista. ”
Maspero hafði persónulega valið
hann sem eftirmann sinn. En þar sem
Maspero hafði verið staðfastur í þeirri
sannfæringu sinni að erlendir
könnuðir skyldu brýndir til að leggja
sig fram með fyrirheiti um að
minnsta kosti helming af því, sem
fyndist, krafðist Lacau þess að stjórn
Fornleifadeildarinnar skyldi hafa rétt
til að velja hvern þann hlut, er hún
kysi í hlut egypta, jafnvel allt, sem
fyndist. Howard Carter, sem var
fylgismaður sveigjanleika hvað snerti
eignarrétt könnuðanna, fyrirleit
Lacau.
Svo gerðist það árið 1921, að tíma-
mótauppgötvun var gerð í geymslu-
sölum Metropolitansafnsins í New
York. Herbert Winlock, sem síðar
varð framkvæmdastjóri safnsins,
hafði fengið til handa safninu
nokkuð af þeim fáfengilegu hlutum,
sem Theodore Davis hafði grafíð
upp. Nú komst hann loks til að
rannsaka þá. Þá sá hann nokkuð, sem
enginn hafði veitt athygli áður. Hann
gat sannað, að sumt af því, sem þarna
var að finna, var frá athöfn þeirri sem
fylgdi smurningu líks Tútank-
ammons. Annað voru áhöld, sem
notuð voru í síðustu veislunni, sem
haldin var samkvæmt siðvenju í
grafhýsinu sjálfu áður en því var
lokað tii fullnustu — og þetta
sannaði svo ekki varð um villst, að
Tútankammon var grafinn í dalnum.
Winlock kom fréttunum þegar í
stað til Carters, sem óx ásmegin. Og
Carnarvon lávarður féllst á að kosta
leitina eitt tímabil enn.
Grafhýsi gullna fuglsins
Carter kom til Konungadalsins 28.
október 1922 til að hefja „síðasta”
tímabilið. Nokkrir dagar fóru til að
koma búnaði á staðinn, fara yfír
verkáæltunina með verkstjórunum
þremur, og ráða verkamenn. Ekki var
allur búnaðurinn stranglega forn-
fræðilegur: Þar var ógrynni af niður-
soðnu kjöti, kassar af sérstöku kexi og
mikið af fínustu vínum, sem Carnar-
von hafði valið af kostgæfni hjá
Fortnum & Mason, heimsfrægum
viðskipaaðilum yfírstéttanna.
Ökunnur hefði getað haldið að hann