Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 100
98
væri kominn í Nílar-útibú Fortnum &
Mason, svo margir voru þessir kassar,
gyrtir stálgjörðum, hver um sig
vandlega auðkenndur innihaldinu.
Carter hafði líka haft með sér
kanarífugl til að lífga upp á einmana-
legt piparsveinslífið. Kanarífuglinn
varð þegar í stað eftirlæti verka-
mannanna og verkstjóranna. Þeir
nefndu hann ,,gullna fuglinn” og
töldu hann heillamerki.
1. nóvember hófst Carter aftur
handa þar sem hann hafði horfið frá
fimm árum áður og hætt við: hjá
rústum verkamannabúðanna. Að
kvöldi þriðja nóvember sá hann að
enn var nærri meters jarðvegur undir
búðunum niður á fast. Þar skyldi
tekið til hendinni næsta dag.
Þegar Carter kom á staðinn næsta
morgun, kom honum á óvart hve
hljótt var meðal verkamannanna, sem
venjuiega kviðruðu daginn út. Fyrst
hélt hann að slys hefði orðið. En einn
verkstjóranna sagði honum, að
fundist hefðu þrep ofan í klettinn.
Þegar dálitið meira hafði verið
mokað, sá Carter að þetta var
inngangur að þrepum, sem höggvin
voru í klettinn og þekkti þegar I stað,
að frágangur var með þeim hætti sem
tíðkaðist er höggvin voru þrep niður í
konunglegt grafhýsi.
Unnið var af óvenjulegum hraða
þennan dag og næsta. Gerð þrepanna
var með þeim hætti að hún benti til
grafhýsis faraós af 18. konungs-
ættinni, tímabili Tútankammons.
Allir voru spenntir til hins ítrasta.
ÚRVAL
Sumir verkamannanna fóru að tala
um „grafhýsi gullna fuglsins,” og
þökkuð kanarífugli Carters
heppnina.
Þrepin voru öll höggvin 1 klettinn
og lágu með 45 gráðu halla inn undir
hæð. Þegar þrepunum fjölgaði,
gengu þau inn undir brúnina að
vestanverðu og urðu að göngum. I
línu við 12. þrepið, undir sólsetur
þann dag, kom Carter niður á efsta
hluta dyra, sem lokað var með stórum
steinum, límt á milli og merkt með
innsiglum og rúnum. I flýti kannaði
hann innsiglin, sem hvert um sig var
á stærð við lófa hans, í leit að nafni
þess, sem 1 grafhýsinu hvíldi. Það
nafn hlaut að vera þarna einhvers
staðar; það var ófrávíkjanlcgur og
heilagur siður í Konungadalnum. En
hann fann ekkert nafn, svo hann dró
þá ályktun að þetta væri ekki
konungsgröf.
Hefði hann aðeins haldið áfram,
örlítið dýpra, hefði hann fundið
innsigli með sporöskjulöguðu merki
Nebkeperúra, veldisnafni Tútank-
ammons — og þannig hefði hann,
eins og hann sagði síðar sjálfur,
sparað sér meira en þriggja vikna
áhyggjur. En hann gerði það ekki, af
þeirri einföldu ástæðu að það var
orðið framorðið og rafmagnsljós voru
enn ófáanleg í þessum hluta dalsins.
Hann varð að nota það sem eftir var
birtu til að moka aftur ofan 1 það sem
mokað hafði verið upp úr til að
vernda þrepin sem best. Og þarna
kom iíka séntilmannleg ákvörðun til: