Úrval - 01.06.1979, Page 101
GRÖF TÚTANKAMMONS
99
Hann ákvað að halda ckki áfram fyrr
en verndari hans kæmi frá Englandi.
Það var ekki nema sanngjarnt.
Svo nauðugur viljugur fyllti hann í
það sem hreinsað hafði verið út.
Hann valdi traustustu verkamennina
úr og kom upp sólarhrings vakt við
göngin.
Næsta dag sendi hann Carnarvon
skeyti, og réði sér til hjálpar breska
fornfræðinginn A. R. ,,Pecky”
Callender. Callender gat unnið hvað
sem gera þurfti í uppgreftri og var,
eins og Winlock sagði, ,,einn þeirra
fáu fornfræðinga, sem gat unnið með
Carter til lengdar án þess að tapa
sér. ”
Meðan Carter beið komu
Carnarvons, keypti hann búnað til að
geta notað rafmagnsljós við komandi
rannsóknir. Starfið sjálft gekk liðlega.
Þá gerðist nokkuð, sem hafði
alvarleg áhrif á verkamennina.
„Gullni fuglinn”, heillagripurinn
þeirra, fórst með einkennilegum
hætti. Winlock lýsti þessu seinna í
bréfi til kunningja síns: „Carter hélt
til Kaíró til fundar við Carnarvon.
Callender bjó einn í húsi Carters og
leit eftir fuglinum. Dag einn heyrði
hann vængjaslátt og tíst, og þegar
hann kom að var kóbraslanga að ljúka
við að renna kanarífuglinum niður.
Kóbraslöngur vaxa af höfðum
gömlu faraóanna, eins og allir
innfæddir vita. Niðurstaðan lá í
augum uppi. Slanga konungsins
hafði hefnt sín á verndargripnum,
sem hafði ljóstrað upp leyndarmálinu
um gröfina. Framhaldið var jafn
augljóst — að minnsta kosti t þeirra
augum — að einhver myndi deyja
áðuren veturinn væri úti.”
,, Dýrindis hlutir
23. nóvember komu Carnarvon
lávarður og hin líflega dóttir hans,
Evelyn Herbert, með Carter til Luxor.
Eftir hádegisverð fóru þau öll þrjú og
skoðuðu göngin að gröfinni, sem
Callender hafði verið að hreinsa.
Næsta morgun hreinsuðu verka-
mennirnir það sem eftir var af
þrepunum. Þá fyrst var hægt að sjá
allar dyrnar. Á þeim neðanverðum
voru innsiglin tiltölulega skír. Á
mörgum þeirra mátti lesa nafn
Tútankammons.
Nú var fagnaðarstund. Þegar allt
kom til alls, var dýrasti draumur
þeirra allra að rætast. En eftir því sem
verkinu hélt fram 25. nóvember kom
í ljós, að dyrnar höfðu verið opnaðar
og þeim lokað aftur I að minnsta
kosti tvö mismunandi skipti. Gröfin
var því ekki ósnert. Ræningjar höfðu
komist I hana. En þjófnaðurinn gat
ekki hafa orðið síðar en hafist var
handa um gerð grafhýsis Ramsesar
VI eða um tveimur öldum eftir daga
Tútankammons. Carter og
Carnarvon testu von sína við þá
staðreynd, að grafhýsinu hafði
tvívegis verið vandlega lokað aftur
með innsiglum, því það benti til þess
að þjófarnir hefðu ekki hreinsað allt I
burtu.