Úrval - 01.06.1979, Page 103

Úrval - 01.06.1979, Page 103
GRÖF TÚTANKAMMONS 101 Orðsendingin barst svo seint til Fornfræðideildarinnar í Luxor þennan dag, að of seint var fyrir Engelbach að bregðast við. Þá sneri Carter aftur til dyranna. Eftir öll vonbrigðaárin við árangurslaust starf olli þessi stórkost- legi fundur sæluvímu. Kannski var það Carnarvon lávarður, eða Lafði Evelyn, sem fyrst stungu upp á að fara inn í grafhýsið. Um það vitum við aldrei. En í uppkasti af grein sem á að lýsa fyrstu hughrifum fjórmenn- inganna, sem Carnarvon skrifaði en lét aldrei frá sér fara, segir lávarður- inn að Carter hafi gert nógu stórt op til þess að þau gætu komist inn í forstofuna. Þar sem Evelyn var minnst vexti komst hún fyrst inn, en þeir fylgdu fljótlega á eftir. Forstofan var ekki stór, mældist 12 x 26 fet (3,66 x 7,93 m) og 7 1/2 fet (2,29 m) undir loft. Upp við hvern vegg var raðað ,,af handahófi, en skipulegu handahófi,” eins og Carter orðaði það — hvers konar gersemum. Allt var svo undursamlega ,,nýtt” — bali með steinlími til að loka dyrunum, lampi sem var eins og nýslökktur, fingrafar enn sýnilegt á máluðum fleti, ótrúlega vel varðveitt blóm, sem lögð höfðu verið við þröskuldinn. Þetta var allt svo þrungið aldagömlu lífl sem enn geislaði af þessum forna klefa, að fjórmenningunum fannst þau vera að brjótast inn 1 einkahelgi. Sumir hlutirnir þarna inni skutu þeim skelk í bringu undan Ijósi og skuggum skriðljósanna. Við vestur- vegginn voru þrír gylltir setbekkir, hliðarnar skornar út 1 hrikalegar skepnur sem vörpuðu illúðlegum skuggum. Beint móti innganginum vom tvær höggmyndir af konunginum 1 eðlilegri stærð, snem hvor móti annarri eins og varðmenn, klæddar í gullin pils og með stafi og veldissprota úr gulli. Stytturnar vom tígulegar og í góðu ásigkomulagi. Þetta var hið fyrsta er vakti athygli komumannanna. En umhverfis þessa mest áberandi hluti og ofan á þeim vom hundmð annarra — öskjur og skrín, máluð og innlögð, vasar úr ala- bastri, sérkennileg svört skrín, lokuð og innsigluð, hrúga af hvítum ílátum í laginu eins og stórvaxin egg, gylltir vagnar, og — næstum falin milli vagnanna — andlitsmynd af faraónum. Þótt Carter væri heillaður, var hann þó að svipast um eftir nokkm sem skipti hann miklu meira máli — ''íchr-r-dingu um fleiri klefa. Hann fann það sem hann leitaði að á suðvesturveggnum, þar sem hann uppgötvaði dálitla smugu. Þegar hann gægðist inn, sá hann annað herbergi troðfullt af munum. Hann var viss um, að þjófarnir hefðu notað þann klefa, sem hann kallaði „annexíuna”, til þess að kanna munina og rífa af þeim gullið. En hvar vom kistan og smyrlingur- inn?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.