Úrval - 01.06.1979, Side 104
102
URVAJ
Æsileg stund
Að fráskyldum dyrunum inn í
annexíuna voru aðeins einar aðrar dyr
hugsanlegar. Það var múrlímdi og
innsiglaði flöturinn milli varðmann-
anna tveggja, svörtu og gullnu. Það
var Carter áfall að sjá, að þar höfðu
þjófar líka orðið fyrri til. Við
botninn, nokkurn veginn
nákvæmlega fyrir miðju, var hálf-
hringur öðru vísi á litinn en afgangur-
inn; eins á litinn og múrlímið í fremri
dyrunum. Á þessum mislita hluta var
klasi af dauðainnsiglum, öruggt
merki þess að prestar hefðu lokað
gatinu eftir að þjófarnir voru farnir.
En gatinu hafði verið lokað 1 flýti;
neðst voru stórar sprungur og þar
mátti sjáí óreglulega steinhleðslu.
Carter var ekki nema fáeinar
mínútur að kroppa nokkra þeirra úr.
Þegar hann beindi ljósinu sínu inn
um opið sá hann aðeins þröngan
gang sem endaði með nöktum vegg.
Þjófarnir hlutu að hafa hreinsað allt í
burtu.
Þeir Carter og Callender losuðu
fleiri steina þar til þeir höfðu opnað
nógu stórt gat til þess að skríða inn
um. Carter fór fyrstur. Gólfið í
ganginum var eitthvað um meter
lægra heldur en í forstofunni, og í
nokkrar sekúndur hvarf hann hinum
alveg.
Þegar hann kom fyrir sig fótunum,
beindi hann ljósi slnu um ganginn og
uppgötvaði tvöfalda, gagnheila hurð,
lokaða með slagbröndum en ekki
innsiglaða, skreytta með óviðjafnan-
lega fallegri gylltri og blárri gljá-
brennslu. Þetta var þá enginn
gangur, þegar allt kom til alls. Hann
var staddur t sjálfu grafhýsinu.
Bæði Carnarvon lávarði og lafði
Evelyn tókst að bora sér gegnum gatið
á eftir Carter. En Callender stóð eftir.
Hann var of þéttur á velli. Carter
virðist hafa ákveðið að reyna ekki að
stækka opið frekar. Kannski hefur
hvarflað að þeim að þau væm að
bauka það sem stranglega var bannað
samkvæmt leyfissamningi þeirra. En
teningunum var varpað — nú varð
ekki aftur snúið.
Þau þrjú könnuðu dyrnar fagur-
skreyttu. Áttu þau að opna þær? Þau
höfðu engan rétt til þess. En þau
vom, þegar öllu var á botninn hvolft,
fornfræðingar — og mannleg.
Svartviðarsiagbrandarnir tveir vom
dregnir frá. Carter tók varlega í, en
þegar ekkert lát var á tvöföldu
hurðinni, tók hann þéttar á. Allt í
einu lét hurðin undan og dyrnar
sveifluðust upp á gátt. I skímunni af
ljósum þeirra blasti við híalínshengi,
svo fíngert að það var líkt og gert úr
loftinu sjálfu. Á þetta híalín vom
festar bronsgullnar rósettur, hver um
sig á stærð við pening. Um leið og
Carter kom við eina þeirra, féll hún í
lófa hans eins og hún hefði beðið þess
í 3200 ár að vera lesin, og hann stakk
Helgríman á múmíu konungsins,
fast að því í eðlilegri stærð. Hún
huldi andlit múmíunnar og er
nákvæm eftirmynd andlitsins.