Úrval - 01.06.1979, Page 106

Úrval - 01.06.1979, Page 106
104 URVAL henni í vasann. Með mestu varkárni dró hann hengið til hliðar og í ljós komu aðrar dyr — þessi hurð með ægifagurri gylltri skreytingu og þakin rúnum. í henni miðri hvíldi snyrtilega uppvafið og fléttað band með fullkomlega ósködduðu innsigli hinnar konunglegu dauðaborgar, hvílandi á tveimur stórum brons- nöglum. Carter lét þess getið með lágri röddu, að konungurinn hefði ekki verið ónáðaður. Þessi stund, sagði hann síðar, var sú æsilegasta á allri hans ævi. Milli dyranna var dýrgripageymsla. Hver krókur og kimi var fullur af list- munum. Þegar þau höfðu skoðað marga þeirra, þar á meðal undur- fagurt ilmefnaskrín, sem Carter stakk í vasa sinn, og eftir að hafa snert þ.étt- vafið bandið og óskemmt innsiglið, lokuðu þau ytri dyrunum vandlega aftur og skutu bröndunum fyrir. Þessu næstu héldu þau til norðurs yfir að austurvegg grafhýsisins. Við norðausturhornið voru opnar dyr. Carter lýsti þar inn og fann annan klefa, næstum því jafnan á alla vegu. Rétt innan við dyrnar, svo nærri fyllti út 1 þær, var stór standmynd úr svart- viði af sjakalaguðinum Annúbis á upphækkuðum stalli. Hann hélt höfðinu hátt, var á verði, eyrun sperrt og hlustandi. Carter lét geislann hvarfla um afganginn af klefanum, sem hann kallaði fjárhirsluna. Kistur, öskjur og há, þunn og svört box, allt lokað og innsiglað; klefinn var fullur af þessu dóti. Ofan á því voru margir bátar, eins og klefínn væri tákn Nílar með ferðbúinn flota. Margar klukkustundir voru nú liðnar. Þau þorðu ekki að skoða of mikið af þessum listmunum af ðtta við að starfsmenn Fornleifadeildar- innar kynnu að uppgötva óheimila veru þeirra á staðnum. Steinunum var komið fyrir á ný, og Carter tók lok af stórri tágakörfu sem stóð rétt hjá varðmönnunum tveimur og hallaði því, ásamt miklu af lausum tágum, að veggnum til að fela glufuna. Svo fóru þau, lokuðu öllum gluf- um á eftir sér og riðu ofan eftir dalnum, einkennilega hljóð og fálát. Fórnfýsi og samvinna 27. nóvember var Engelbach upptekinn við önnur störf, og um hádegisleytið kom staðarfulltrúi Fórnleifadeildarinnar í hans stað. Um það leyti höfðu öll merki nætur- ævintýrisins verið fjarlægð. Fréttin um fundinn barst næstum samstundis um allt Egyptaland. Alls konar kviksögur mynduðust, svo sem að þrjár flugvéiar hefðu lent í dalnum og haft á brott með sér fylli sína af dýrgripum. Til þess að stemma stigu við þessum sögum sviðsettu Carnar- von og Carter opinbera opnun grafhýsisins 29. nóvember, án þess að leita leyfis Fornleifadeildarinnar. Þeir bitu svo höfuðið af skömminni með því að bjóða aðeins einum blaðamanni, Arthur Merton, yfírmanni Egyptalandsskrifstofu The
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.