Úrval - 01.06.1979, Side 113

Úrval - 01.06.1979, Side 113
GRÖF TÚTANKAMMONS gátu misreiknað sig svo herfiiega. Þeir skiidu alls ekki andann innan nýju ríkisstjórnarinnar. Þeir gerðu sér engan veginn ljóst að sú hugmynd að leyfa erlendum konum að fara inn í grafhýsið, langt á undan egyptum sjálfum, hefði vakið reiðiöldu um allt Egyptaland. Þeir voru með höfuðin lokuð ofan í sandpokum úrelts skilnings á nýlendustefnu, úrvals- hugmyndum og vísindalegum forréttindum. Nýja stjórnin var snör í snúningum. Tveim dögum eftir að „verkfallið” — eins og blöðin kölluðu það — hófst, sneri Carter aftur til grafhýsisins og varðliðar stjórnarinnar meinuðu honum inn- göngu. Skömmu síðar komu lása- smiðir og opnuðu lásana á stál- hliðinu, og starfsmenn stjórnarinnar lögðu steinlokið varlega aftur á sinn stað. Jafnframt tilkynnti Morcos Bay Hanna Carter að leitarsamningurinn fyrir það sem eftir var tímabilsins hefði verið gerður ógildur. Carter kærði þegar fyrir Blandaða dómstólnum í Kaíró. Samkvæmt breska samveldissáttmálanum voru kærumál er snertu útlendinga lögð fyrir dómstóla skipaða útlendum og egypskum dómurum, með útlending í forsæti. Carter réði sér enskan lögfræðing, F. M. Maxwell. Það var óheppilegt val. Maxwell hafði verið saksóknari af hálfu breta þegar Morcos Bey Hanna var réttaður fyrir landráð. Þegar Maxwell dró saman vörn sína eftir langan dag, lagði hann áherslu á að Carter hefði enn verið I löglegum rétti, þegar hann lokaði grafhýsinu og kærði sín mál, en þá hefði stjórnin komið inn í málið „eins og hópur af „bandittum” og svipt hann forráðarétti með ofbeldi.” Allt ætlaði um koll að keyra í réttinum. Á arabísku er ,,banditt” eitt það versta sem hægt er að kalla nokkurn mann. Egypsku blöðin notfærðu sér þetta óspart, og gáfu í skyn að ekki aðeins Maxweli, heldur og Carter og allir hans samstarfsmenn hefði kallað ráðherrann þjóf, og þar með svívirt alla egypsku þjóðina. Morcos Bey Hanna gaf út yfir- lýsingu, þar sem hann sagði að ráðuneyti hans myndi aldrei ganga til samninga við Carter, jafnvel þótt það yrði dæmt til þess af dómstóln- um. En Carter ákvað að þreifa fyrir sér hjá breska vara konsúlnum í von um að hægt væri að beita egypsku stjórnina pólitískum þrýstingi. Carter var í rifrildis- og þrasskapi, þegar hann kom til fundar við vara- konsúlinn, og missti fljótt stjórn á skapi sínu. Hvert stóryrðið fylgdi af öðru, þar til Carter sleppti sér alveg og gaf eitraðar yfírlýsingar um getu- leysi Fornleifadeildarinnar og flónsku varakonsúlsins. Þá var það vara- konsúllinn sem missti stjórn á sér og kastaði blekbyttu í hausinn á Carter. Góðir menn urðu að ganga á milli og skilja þá. Herbert Winlock hafði tekið að sér fyrir beiðni réttarins að reyna að setja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.