Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 113
GRÖF TÚTANKAMMONS
gátu misreiknað sig svo herfiiega. Þeir
skiidu alls ekki andann innan nýju
ríkisstjórnarinnar. Þeir gerðu sér
engan veginn ljóst að sú hugmynd að
leyfa erlendum konum að fara inn í
grafhýsið, langt á undan egyptum
sjálfum, hefði vakið reiðiöldu um allt
Egyptaland. Þeir voru með höfuðin
lokuð ofan í sandpokum úrelts
skilnings á nýlendustefnu, úrvals-
hugmyndum og vísindalegum
forréttindum.
Nýja stjórnin var snör í
snúningum. Tveim dögum eftir að
„verkfallið” — eins og blöðin
kölluðu það — hófst, sneri Carter
aftur til grafhýsisins og varðliðar
stjórnarinnar meinuðu honum inn-
göngu. Skömmu síðar komu lása-
smiðir og opnuðu lásana á stál-
hliðinu, og starfsmenn stjórnarinnar
lögðu steinlokið varlega aftur á sinn
stað. Jafnframt tilkynnti Morcos Bay
Hanna Carter að leitarsamningurinn
fyrir það sem eftir var tímabilsins
hefði verið gerður ógildur.
Carter kærði þegar fyrir Blandaða
dómstólnum í Kaíró. Samkvæmt
breska samveldissáttmálanum voru
kærumál er snertu útlendinga lögð
fyrir dómstóla skipaða útlendum og
egypskum dómurum, með útlending
í forsæti. Carter réði sér enskan
lögfræðing, F. M. Maxwell. Það var
óheppilegt val. Maxwell hafði verið
saksóknari af hálfu breta þegar
Morcos Bey Hanna var réttaður fyrir
landráð. Þegar Maxwell dró saman
vörn sína eftir langan dag, lagði hann
áherslu á að Carter hefði enn verið I
löglegum rétti, þegar hann lokaði
grafhýsinu og kærði sín mál, en þá
hefði stjórnin komið inn í málið
„eins og hópur af „bandittum” og
svipt hann forráðarétti með ofbeldi.”
Allt ætlaði um koll að keyra í
réttinum. Á arabísku er ,,banditt”
eitt það versta sem hægt er að kalla
nokkurn mann. Egypsku blöðin
notfærðu sér þetta óspart, og gáfu í
skyn að ekki aðeins Maxweli, heldur
og Carter og allir hans samstarfsmenn
hefði kallað ráðherrann þjóf, og þar
með svívirt alla egypsku þjóðina.
Morcos Bey Hanna gaf út yfir-
lýsingu, þar sem hann sagði að
ráðuneyti hans myndi aldrei ganga til
samninga við Carter, jafnvel þótt
það yrði dæmt til þess af dómstóln-
um. En Carter ákvað að þreifa fyrir
sér hjá breska vara konsúlnum í von
um að hægt væri að beita egypsku
stjórnina pólitískum þrýstingi.
Carter var í rifrildis- og þrasskapi,
þegar hann kom til fundar við vara-
konsúlinn, og missti fljótt stjórn á
skapi sínu. Hvert stóryrðið fylgdi af
öðru, þar til Carter sleppti sér alveg
og gaf eitraðar yfírlýsingar um getu-
leysi Fornleifadeildarinnar og flónsku
varakonsúlsins. Þá var það vara-
konsúllinn sem missti stjórn á sér og
kastaði blekbyttu í hausinn á Carter.
Góðir menn urðu að ganga á milli og
skilja þá.
Herbert Winlock hafði tekið að sér
fyrir beiðni réttarins að reyna að setja