Úrval - 01.06.1979, Page 116

Úrval - 01.06.1979, Page 116
114 ÚKi/Al til Englands — og reyna að véla hann inn í stríð sitt gegn egyptum. Hann varaði Robinson við að láta vélast. En Carter hafði brugðið alvarlega í brún við reiði síns forna vinar, Winlocks. Það virðist aldrei hafa hvarflað að honum að Winlock hefði neitt við það að athuga að hlutdeiid hans í að þagga niður hneykslið og falda lðtushöfuðið kæmist í hámæli. En hann flýtti sér að stöðva frekari dreifingu bæklingsins, og hélt síðan kyrru fyrir á hótelherbergi sínu, uns hann gat haldið um borð 1 Mauretania til heimferðar. Þegar þeir Robinson ræddust við á skipinu, viðurkenndi Carter að hann ,,hefði sagt og gert marga flónsku, sem hann iðraðist sárlega sumpart vegna slæmra ráðlegginga, sumpart vegna þess mikla álags, sem á honum hefði verið, og komið hefði í veg fyrir skýra og yfirvegaða hugsun af hans hálfu. Þegar Robinson sá að Carter var óvenjulega bljúgur, ráðlagði hann honum að leggja fram fyrir stjórnina „hverja þá afsökunarbeiðni sem hún kynni að óska eftir” svo hann gæti lokið starfi sínu í grafhýsinu. Og meðan skipið plægði öldurnar á leið til Englands, ákvað Carter endan- lega að gefast upp á sinni löngu baráttu. Örmagna og kvíðafullur samdi hann skilaboð til Lacaus, þar sem hann afsalaði sér , ,fyllilega öllum athöfnum, kröfum og forréttindum, hverju nafni sem nefnast, bæði hvað snertir grafhýsi Tút-Ank-Ammons og munum þaðan . . . Ég lýsi því yfir að ég afturkalla allar kærur sem lagðar hafa verið fram af minni hálfu. ’' Lokasigur Þegar Howard Carter sneri til Konungadalsins 25. janúar 1925 voru honum afhentir lykar að grafhýsinu og vinnustofunni við formlega athöfn. Hann kannaði þegar innihald líklefans með Pierre Lacau. Ekkert hafði verið hreyft, engu breytt. Hann lét ánægju sína í ljósi við Lacau, sem sagði Carter í lágum hljóðum hve glaður hann væri að hafa fengið hann aftur. Þetta var stuttur, náinn og hjartnæmur sáttafundur. Þaðan í frá, átta löng ár þolin- mæðisvinnu, sem eins og áður var unnin í lamandi hita, vindstrekkingi og ryki Konungadalsins, sýndi Carter afar sjaldan sína dökku fljótræðishlið. Hann var niðursokkinn í kerfis- bundnar skyldur hreinnar fornfræði; vökult og næmt eðli hans hafði yfir- höndina. Fyrsta verkefni Carters var að lyfta lokinu af gylltu kistunni, sem hann hafði uppgötvað árið áður. Undir gylltu trémyndinni var að því er virtist enn önnur kista, þakin híalíni og vel varðveittu blómaskrúði. Því var flett frá, og við sjónum Carters blasti „glæstasta dæmið um forna kistu- gerðarlist, sem nokkru sinni hefur komið í Ijós.” Lok þessarar kistu sýndi konunginn unga sem guðinn Osíris. En það var miklu meira lista- verk heldur en hitt. Að þessu loki fráteknu, bar enn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.