Úrval - 01.06.1979, Page 123
GLÍMA VID DULRÆN FYRIRBÆRl
mannkynið hefur fengið nálastungu-
aðferðina frá — áhrifaríka og vel
kerfaða læknisaðgerð gegn margs-
konar erfiðum sjúkdómum. Leiðir
ekki beint hér af að álykta að nála-
stungulækning sé fólgin í því að hafa
áhrif á merkjaboðsendingar þær sem
eiga sér stað í líkamanum? Og sé
þetta þannig þá er læknisráða við
krabbanum fyrst og fremst að leita
með því að átta sig á þessum
boðsendingum, ” segir prófessor
Pushkín.
1 leit að,, efnislegum rótum' ’
sálarlífsins
Ýmsar plöntur bregðast við tónlist;
hjá öðrum má sjá einhver þau
viðbrögð einnar við annarri sem
minna á fjandskap.
Hvað er þetta? Merki um
tilfinningaleg viðbrögð? Það stangast
á við heilbrigða skynsemi. Niður-
stöður rannsókna sýna einnig að
taugaviðbrögð eigi sér ekki heldur
nokkurn stað. Hitt er rétt að prófanir
hafa sýnt, að plöntufrumur (eins og
dýrafrumur) hafa rafmögnunarhæfni.
í tilraunum á rannsóknarstofu
Púshkíns tókst að fá fullt samband
manns við plöntu. Tilraunin var
byggð á þvr að blómin væru búin að
,,þekkja” húsmóður sína í mörg ár.
Konan var dáleidd og henni inn-
prentað að hún væri í tengslum við
ýmist plöntuna til hægri eða þá tii
vinstri þeirra tveggja sem fyrir framan
hana stóðu í eins og hálfs meters fjar-
121
lægð. Konunni voru einnig innrættar
mismunandi tilfinningar (kalt, heitt,
vont, gott og svo framvegis).
Árangurinn varð, að síritandi mælir
sem festur var við blöð þeirrar
plöntunnar sem til vinstri stóð og
konan var 1 „sambandi við” á því
augnabiiki, fór af stað, á meðan hin
plantan, að því er mælirinn sýndi,
, ,lét sér fátt um finnast.
Þessar tilraunir voru endurteknar í
marga daga. Skipt var um menn við
að gera tilraunina, þá sem tilraunin
var gerð á, svo og um húsnæði. Allar
mælingar voru vandlega skráðar.
Púshkin var ekki í neinum vafa,
blómið sýndi viðbrögð við ótta, sárs-
auka og hrifningu hjá manneskjunni.
En hvernig? Með hverjum hætti?
Ef lifandi plöntufruma bregst við því
sem gerist í taugakerfi manns, er þá
kannski eitthvað sameiginlgt með því
sem fram fer með báðum? ,,Tala”
þessar frumur kannski sama mál?
Að áliti Púshkíns einkenna sams-
konar frumuboð alla lifandi hluti.
Plöntufruman reyndist ólíkt flóknari
en almennt hefur verið talið.
Hugsun — bylgja
Tilraunir hafa verið gerðar á rann-
sóknarstofum Púshkíns sem að hans
áliti staðfesta tilvem hugsanaflutn-
ings.
Hér var að vlsu ekki um flutning
ákveðinna hugsana að ræða, heldur
um fjaráhrif á andlega líðan manns.
Tekið var heilabylgjurit af konu