Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 124
122
URVAL
einni. í öðru herbergi var maður sem,
um leið og hann fékk merki, tók að
einbeita huganum að mynd þessarar
konu, með það fyrir augum að koma
róti á tilfinningar hennar. Sjálfritinn
staðfesti samræmi á milli þess tíma
sem reynt var að hafá áhrif á konuna
og viðbragða hennar við þeim
áhrifum.
Fræðilega séð ætti að vera hægt að
nema hugsun hvaða manns sem er
hvar sem maður er staddur. Einungis
er nauðsynlegt að ná þeirri hugsun í
,,fókus” með ákveðnum hætti,
svipað og að ná ákveðinni „bylgju-
lengd.” Þetta er hinsvegar ekki svo
auðgert, vegna þess að heilinn er
marglaga, margrása og margra
,,hæða” smíð þar sem ,,ískur og
truflanir” geysa á öllum hæðum og
móttökuskilyrði þessvegna afar slæm.
Þar að auki krefst það sálarjafnvægis
á mjög háu stigi að geta „fókuserað”
ósjálfrátt á rétta bylgjulengd. Það
skyldi þó ekki vera ástæðan fyrir því
að aðeins einstaka menn og það ekki
alltaf, geta lesið annarra manna
hugsanir . . .
Að ,,skilja” efnislegar forsendur
sálarlífsins — það þýðir að færa sálar-
fræðinga algjörlega yfir á raun-
vísindasviðið, þaðan sem Deskartes
rak hana á sínum tíma, — segir
Benjamín Púshkín. — Raunvísindi
sem ekki innihalda kenningar um
sálarfræði, geta ekki talist fullgild.
slf vl* vL»
Vj\ VK TTv VK Vpi’ VjV
Það var í heimskreppunni miklu. Röð hafði myndast utan við
verksmiðju, sem hengt hafði út spjald þess efnis að hjálparmanns
væri óskað. Það var vonleysisblær yfir mönnunum, hver og einn vissi
að kraftaverk þurfti til að einmitt þann yrði fyrir valinu.
Allt 1 einu kom gamall skrjóður skröltandi. Út úr honum stökk
maður, en eftir sátu kona og f)ögur lítil börn. Enginn sagði neitt, en
öllum var ljóst, að þessari fjölskyldu var lífsnauðsyn að fá eitthvað sér
til viðurværis. En flestir voru rétt eins þurfandi og ekkert gerðist.
Svo, allt í einu, skipti maðurinn fyrir framan þann nýkomna við
hann um stæði, svo lítið bar á. Maðurinn þar fyrir framan horfði
þegjandi á, en svo fór hann eins að. Síðan sá þarnæsti, og loks koll af
kolli. Ekki leið á löngu þar til sá nýkomni stóð, undrandi og
þakklátur, fremstur í röðinni. Um leið var eins og röðin lifnaði við.
Mennirnir fóru að spjalla saman og gera að gamni sínu, eins og menn
gera þegar búið er að leggja spilin og sérhver sér, að hann hefur
eitthvað að vera stoltur af.
William H. Walton