Úrval - 01.06.1979, Side 126
124
LÍTIÐ ÆVINTÝRI
Maður, sem hafði grætt ðgrynni fjár, fann að hann var orðinn
gamall maður og ævin farin að styttast. Honum þótti leitt að hann
hafði aldrei átt konu né eignast börn. Einu ættingjarnir voru þrír
bróðursynir.
Dag nokkurn kallaði hann drengina fyrir sig. „Drengir,” sagði
hann, ,,ég á skammt eftir ólifað. Ég hef unnið hörðum höndum fyrir
því sem ég nú á og tími er kominn til að það skipti um eiganda. En
ég verð að ganga úr skugga um að þið kunnið að fara með það og
eyðið því ekki í videysu.
Því næst rétti hann hverjum dreng fyrir sig ákveðna fjárhæð, öllum
þá sömu. ,,Takið þetta,” skipaði hann. „Farið og kaupið eitthvað sem
fyllir þetta herbergi. ’ ’
Glaðir í bragði fóru þeir. Innan fárra mínútna koma fyrsti
drengurinn aftur. „Frændi,” sagði hann, „ég held ég sé með
nokkuð sem fyllir herbergið.”
Hann rogaðist inn með stóran sekk af hálmi og henti honum út
um allt herbergið.
Hálmurinn lagðist yfir húsgögnin, drenginn og frænda hans,
bókstaflega yfir allt. En svo kyrrðist og háimurinn settist — en það
var langt í frá að hann fyllti herbergið.
Skömmu síðar kom næsti drengur og bar einnig stóran poka. „Eg
held að ég hafi fundið það,” kallaði hann og opnaði pokann, sem var
fullur af fiðri.
Litlar smágerðar fjarðrirnar fylltu herbergið næstum því, meira að
segja settust þær á rúðurnar svo sólin náði ekki að skína inn. En brátt
settust fjaðrirnar og hættu að fljúga um herbergið.
Það var orðið dimmt þegar síðasti drengirnn kom. Hann hélt ekki
á neinu og frændinn varpaði öndinni vonleysislega. „Bamið mitt,
hvað keyptirðu fyrir þinn hluta?”
„Frændi,” sagði hann, „þegar ég fór héðan í dag sá ég svangt
barn á götunni og keypti því dálltið að borða.
Á leið minni dl bæjarins kom ég að kirkju og fór inn til að gera
bæn mína. Áður en ég fór skildi ég nokkra smápeninga eftir á
altarinu.
Fyrir þá fáu aura sem ég átti eftir keypti ég þetta. ’ ’
Drengurinn dró dálítið kerti upp úr vasanum og kveikti á því með
einni einustu eldspýtu. Og bjarminn frá kertinu fyllti herbergið
flöktandi ljósi!