Úrval - 01.12.1980, Page 11
BARÁTTUMAÐUR MEÐ SKOPSKYN
9
Hann hefur á prjónunum áætlun um
að gefa algerlega ókeypis tuttugu
milljónir máltíða á án til þeirra sem
svelta, og það eru líkur á að honum
takist þetta. Ekki fyrir svo ýkja
mörgum árum skoraði hann flug-
félögin — með alla sína lögfræðinga,
skriffinna og fulltrúa — á hólm,
hann stóð einn og vann. Allir þeir
sem núna ferðast með flugvél og eru
með það sem áður var reiknað sem
yfirvigt, standa í þakkarskuld við
Pevsner.
„Meðfylgjandi sendi ég þér,”
skrifaði hann í bréfi til mín nýlega (ég
fæ eitt til tvö frá honum á viku),
„nokkrar úrklippur viðvíkjandi at-
hafnir mínar gagnvart flugfélögum í
þágu neytenda, sem þú gætir haft
áhuga á.” Donald Pevsner elskar
flugvélar. Þegar hann var drengur í
New York fór hann iðulega út á flug-
völl til þess eins að horfa á þær lenda.
Á hverju ári eyðir hann hundruðum
kiukkustunda á flugi í verslunarferð-
um.
Ég hitti Pevsner fyrst árið 1973,
meðan hann var að berjast gegn hinni
alþjóðlegu tuttugu kilóa hámarks-
þyngd á farangri. Þegar það keffi var í
gangi þurfti hinn almenni farþegi að (
greiða óhóflega fjárupphæð aukalega
ef farangur hans var yfir þeirri þyngd.
Donald fór með málið beint til
flugmálaráðsins. I þriggja daga
prófum stóð hann einn gegn fjörutíu
fremstu lögfræðingum flugfélag-
anna.
Það var þá sem hann skrifaði mér.
Ég viðurkenni að ég hafði beðið um
það, því ég hafði nýlega skrifað grein
gegn því óréttlæti sem hann var að
berjast gegn. ,,Ég var í Róm,” skrif-
aði ég, ,,og var að láta skrá mig í flug
til New York og ég var með fimm
töskur. Afgreiðslumaðurinn leit á
miðann minn, sagði að ég væri með
einhverja yfirvigt og lét mig fá skjal
til undirritunar þar sem stóð að ég
þyrfti að greiða tvö hundruð og
tuttugu dali í aukagjald. Nú er ég bú-
inn að reikna svolítið dæmi. Gjaldið
fyrir yfirvigt á leiðinni milli New
York og Rómar er fimm dalir á kílóið.
Þegar ekki er háannatími kostar farið
fyrir manninn eitt hundrað fímmtlu
og fímm dali hvora leið. Setjum nú
svo að maður sé rúm sjötíu og sjö
kíló. Þá greiðir maður tvo dali á hvert
kíló fyrir sjálfan sig til Rómar en
fímm dali fyrir hvert kíló af farangri.
Það kæmi sér þá betur fyrir mann að
pakka farangrinum þannig saman að
hann liti út eins og mannslíkami,
kaupa annan miða fyrir hann og
binda hann svo í sætið við hliðina á
sér. Hvar eru þeir sem berjast fyrir
málefnum neytenda gegn flugfélög-
unum?”
Sá eini sem barðist fyrir málefnum
neytenda gegn flugfélögum kynnti
sig fyrir mér í bréfí og nú fór ég að fá
reglulegar bréfasendingar frá
Pevsner, þar sem hann sagði mér frá
gangi mála.
Árið 1976, eftir þrjú og hálft ár,
dæmdi flugmálaráðið Pevsner í vil.
,,Hver einasti almennur farþegi,”