Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 123

Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 123
NÝR ROBINSON KRÚSÓ 121 og skipti deginum í morgun- og síðdegistímabil. Ég vaknaði á hverjum morgni hálffrosinn og skokkaði um 2.5 km um eyna. Eftir þessa léttu upphitun flýtti ég mér úr fötunum og synti skriðsund eins lengi og ég þoldi. Síðan nuddaði ég mig kröftuglega með handklæði, klæddist á ný og hljóp eins og ég orkaði þar til mér hlýnaði á ný. Þá sauð ég „morguverðar” vatnið. Ég drakk heitt vatnið í smásopum. Að loknum þessum morgunverði sólaði ég mig og rölti um eyna. Ég reyndi að skutla fisk af ströndinni en án árangurs. Það varð mér ósjálfráð athöfn að gá til veðurs: Hvar sem ég var og hvað sem ég var að gera, leit ég öðru hvoru upp og skoðaði til lofts. Ég varð undrandi yfir mannlegu þoli: Á fimmta degi algers matar- ieysis fann ég ekki, að neitt hefði dregið úr þróttinum. Ég synti 150 metra vegalengd eins hratt og ég gat og kafaði 25 metra. Ég sá fullt af margs konar fiski, hvert sem ég leit. Þetta beindi athygli minni frá níst- andi kuldanum. En þróttur minn tók samt að þverra. Sjónin varð lakari. Með mikilli einbeitingu viljans knúði ég mig til þess að stinga mér í því skyni að eyðileggja ekki árangur þjálfunar minnar. Ég svaf langar stundir og heyrði einhverja undarlega samhljómaí draumum mínum. Fiskiæta Það var ellefti dagur minn á eynni. Ég furða mig á því, að ég skyldi ekki veikjast. Ég var að eðlisfari kulsæll og kvefsækinn. Nú virtist einhvers konar ýtrasta aðlögunarhæfni að verki. Þennan dag ákvað ég að veiða fisk! Og ég veiddi hann! Ég kafaði í fötunum: Þau vernduðu hörundið fyrir vatnskuldanum. Dýpið á þeim stað, sem ég valdi, var ekki mikið, aðeins nokkrir metrar. Að lokum skutlaði ég þrjá smáfiska. Ég sá stóran sverðfisk, en það var of mikil áhætta að skjóta á slíkan risa: Hann hefði getað dregið byssuna úr höndunum á mér. Ég lifði einvörðungu á fiski. Ég varð regluleg fiskiæta, eins og Forn- Grikkir kölluðu ættkvíslir, sem lifðu við Rauðahaf. Ég matreiddi fiskinn á fjóra vegu: Sauð hann, þurrkaði og steikti á glóð eða teini yfir hlóðunum. Fiskurinn var bragðgóður þótt hann væri ósaltaður. Ég fékk nóg af hita- einingum og fitu. Samt sem áður hélt ég áfram að léttast þar sem brauð, sykur og kartöflur vantaði. Eyjan brennur 10. apríl var ég að veiða eins og venjulega. Þótt nefið væri hulið af grímunni og ég andaði aðeins gegn- um munninn með því að nota pípuna, fann ég einhverja brunalykt. Ég stakk höfðinu upp úr vatninu og sá, að allt var hulið reyk. Eyjan stóð í björtu báli! Sinan frá í fyrra og reyrinn voru þurr og fuðruðu upp eins og púður. Reyrinn, sem óx út yfir vatnið, logaði einnig. Logarnir voru á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.