Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 51
Sigurður íngóifsson.
Jónas og dauði föðurins.
To Jo ve Js to survjve paternaJ meanJng.
(Julia Kristeva)1
UPPREISNIN.
Árið 1837 birtist ritdómur í Fjölni, eftir Jónas
Hallgrímsson, ritaður vegna greinar sem hafði birst í
Sunnanpóstinum þá fyrir stuttu. Greinin fjallaði meðal annars
um rímur Sigurðar Breiðfjörð af Tistrani og Indíönu. Rímurnar
sjálfar höfðu þó birst 6 árum fyrr, prentaðar í Kaupmannahöfn.
Dómurinn inniheldur meðal annars persónulegar árásir á
gáfnafar Sigurðar og kveðskap. Þar að auki er vísað á
óyggjandi hátt í hefðina sem þar býr að baki. Þessar árásir bera
með sér þrá þess manns sem ræðst á þá hefð sem skóp hans
eigin list, þá þrá sem felst í því að óska föður sínum dauða til
þess að geta, meðal annars, sannfært sjálfan sig um eigin
sjálfstæðu tilveru.
í greininni um föðurinn, ástina og útilokunina, sem vitnað
er til hér að ofan, talar Júlía Kristeva um þrá sonar eftir dauða
föður síns.
As long as a son pursues meaning in a story or
through narratives, even if it eludes him, as long as
he persists in his search he narrates in the name of
Death for the father’s corpses, that is, for you, his
reader.2
Þetta felur meðal annars í sér lesandann sem tákn fyrir
49