Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Arsrit Torfhildar
skildi ekki neitt þegar barnið fór að tala tungum.
Einn af fræðilegum lærimeisturum stefnunnar, Edgar Allan
Poe (1809-1849) sá þetta skipbrot hefðbundinnar ljóðlistar að
vissu leyti fyrir í grein sinni The Poetic Principle. Sú grein
hefst á þessari fullyrðingu: „I hold that long poetry does not
exist“ Með „long poem“ á hann við bálka eins og Paradise
Lost og Ulionskviðu, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur. Og stuttu síðar önnur fullyrðing:
. . .the day of these artistic anomalies is over. If, at
any time, any very long poem were popular in
reality, which I doubt, it is at least clear that no
very long poem will ever be popular again.5
Ofangreindir kvæðabálkar myndu flokkast undir söguljóð,
epísk kvæði þar sem framvindan er rökföst, myndmál einfalt og
raskar ekki frásögninni. Poe hafði rétt fyrir sér að því leyti að
slík söguljóð næðu illa utanum nútímann en þó gerir bálkur
Eliots - The Waste Land - einn af hæstu tindum í moderniskri
ljóðagerð, orð hans að mestu ómerk. Þó aðeins að hálfu leyti
því maður talar ekki um þá í sömu andrá nema til að tefla
saman andstæðum. Annar „galli“ á grein Poes er fullyrðingin
að......poem may be improperly brief.“6 Því stefna sem
kölluð var ímagismi einkenndist m.a. af mikilli samþjöppun,
ljóðin urðu jafnvel ekki nema tvær línur eins og eitt þekktasta
ljóð konungs stefnunnar, Ezra Pound:
6
In a station of the Metro
The apparition of these faces in the crowd;
Petals on a wet, black bough.7