Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 54
Arsrit Torfhildar
ritdómsins.
Jónas fer í kringum viðfangsefnið. Skrefið. árásin á hefðina
er aldrei stigið til fulls. Hann kallar dauða yfir hefðina án þess
að ráðast beint á hana, talar þess í stað um sjálfan sig, ýtir
hefðinni frá sér, hjálpar henni við að hopa, „elude“. Hér er
einnig athyglisverð afstaða Jónasar gagnvart rímunum/hefðinni,
þar sem hann talar ekki aðeins um rímurnar sem tákn um
hefðina, heldur og að þær ráðist á hefðina, spilli því sem hann
vill hafa hreint og fagurt. Um leið og hann kallar dauða yfir
föður sinn, tekur hann fyrir ást sína á honum. Kristeva orðar
þetta svo: „A man experiences love and simultaneously puts it
to the test on the death of his father.“5 Við þessa sjálfsskoðun,
gerir hann sér grein fyrir.....the sublimated obscenity that
portrays him as consubstantial with his father, but only the
decayed cadaver of his father . . ,“6 Feitletrun er á mína
ábyrgð, til að vekja sérstaka athygli á sameiginlegum uppruna
Jónasar og Hefðarinnar/ föðurins. Til þess að öðlast eigið
sjálfstætt líf þarf hann því að útiloka föður sinn, eða frekar, þar
sem hann hefur þegar upplifað dauða hans með sjálfum sér og
vegna þess að hann gerir sér grein fyrir því að hann og faðir
hans eru af sama holdi, og verða í yfirfærðri merkingu að sama
líki, að útiloka líkið af honum. Hefðin verður andi föðurins,
rímurnar verða líkið, Jónas útilokar rímurnar. Þannig sannfærir
hann sjálfan sig um sjálfstæði sitt. Það sem þá gerist,
samkvæmt Kristevu, er að „Assumption of self through the
dead father turns the . . . writer into a father in spite of himself,
a father under protest, a false father who doesn’t want to be a
father, but nonetheless believes in being one tense in the
elegance of permanent mourning"7 Jónas verður að nýjum
föður, og kallar yfir sig með því boð og bönn, lög og reglur
karlveldis sem hann er að reyna að losna við. Hann er kominn í
hring, þar sem þrá hans eftir dauða föðurins er að snúast upp í
52