Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 9
Arsrit Torfhildar ímagisminn var áhrifamikill meðal ensk-amerískra skálda á árunum 1910-1920 og auk þess að vera undir sterkum áhrifum frá symbólismanum sóttu þeir í tækni sinni ýmislegt til austrænnar ljóðagerðar, einkanlega japanskrar. Enda minnir ljóð Pounds á japanskar hækur, en það form einkennist af þrem línum og svipmyndum, oft ekki í rökréttum tengslum við fyrstu sýn.8 Áhrifin af Ijóði Pounds minna um margt á upplifun af tónlistarhlustun sem ekki er túlkuð nema með svipmyndum af tilfinningum en verður, ef vel tekst upp, feyki áhrifamikið. Brýtur sér leið að kviku mannsins. Platar takmarkanir orðsins, þenur sig út fyrir getu þeirra, með því að hundsa reglur um rökréttar tengingar, með því að nota aðferðir tónlistarinnar og freista þess ekki að skýra tilganginn með tónunum - í þessu tilviki myndunum. Það sem Poe sá ekki fyrir var einmitt það sem einkennir öðru fremur moderníska ljóðagerð. Nefnilega brotakennd skynjun ljóðmælandans á heiminum og sjálfum sér. Kvæðabálkar modernista eru ekki samdir með það fyrir augum að segja sögu af e-m atburðum, skáldin leggja ekki af stað með ákveðið markmið og kjölfasta vissu. Bálkarnir eru miklu fremur tilraunir skáldsins til að átta sig á stöðu sinni. Milton hefði aldrei komið til hugar að spyrja: hver er ég? Hvað þá: afhverju er ég? Heimur hans var rökföst heild, himininn var einbýlishús guðs og allt var tilganginum háð. Aftur á móti eru það þvílíkar spurningar sem herja á modernista. En það var ekki breytt þjóðfélagsskipan sem gerði aðferðir og orðræðu fyrri skálda ómerka. Öllu heldur ætti maður að segja breytt heimsmynd. Áður höfðu vísindin sýnt fram á að jörðin væri ekki sá nafli sem allt snérist um. En í kringum aldamótin 1900 helltust nýjar og ógnvekjandi staðreyndir yfir manninn; Raunvísindin með 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.