Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 67

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 67
Þorgerður Bergmundardóttir Máttur tízkunnar Þegar rætt er um tízku verður mönnum ósjálfrátt fyrst hugsað til fatnaðar ýmiss konar, og er það mjög svo eðlilegt, þar sem fatatízkan er hið mest áberandi og algengasta fyrirbrigði tízkunnar almennt. En við ögn nánari athugun má ljóst verða, orðið „tízka“ felur miklu meira í sér en fatavandamálið eitt saman. Og máttur tízkunnar er mikill á mörgum sviðum lífsins. Ég ætla ekki að ræða nánar hina fjölþættu merkingu umrædds orðs, heldur snúa mér að því tízkufyrirbrigði, er ég hyggst taka hér til meðferðar, af veikum mætti þó, en það er fyrirbæri það, sem „tíðarandi“ kallast. Sérhver öld ber sinn sérstaka svip, er hún hefur runnið sitt eiginlega tímaskeið á enda og tekið sess í sögu fortíðarinnar. Samt er það svo, að á meðan tími hennar leið, bar hvert ár, hver mánuður, hver vika, hver dagur, klukkustund eða jafnvel mínúta sinn eigin svip. Svip sem ef til vill var fordæmdur af fortíðinni, olli nútíðinni áhyggjum og virtist benda til geigvænlegrar framtíðar. Tuttugasta öldin er nú rúmlega hálfnuð, og á þesssum aldarhelmingi hefur margt gerzt. Tvær heimsstyrjaldir hafa geisað, verkleg vísindi hafa eflzt gífurlega - en mannsandinn virðist samt standa í stað, jafnvel fer honum aftur, að því er sumir segja. Ég kenni mig ekki mann til að leggja dóm á þetta, en hitt er annað, að sú er trúa mín, að andi ágætustu manna nú sé sízt síðri anda ágætustu manna fyrri tíma. En vissulega 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.