Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 67
Þorgerður Bergmundardóttir
Máttur tízkunnar
Þegar rætt er um tízku verður mönnum ósjálfrátt fyrst
hugsað til fatnaðar ýmiss konar, og er það mjög svo eðlilegt,
þar sem fatatízkan er hið mest áberandi og algengasta
fyrirbrigði tízkunnar almennt. En við ögn nánari athugun má
ljóst verða, orðið „tízka“ felur miklu meira í sér en
fatavandamálið eitt saman. Og máttur tízkunnar er mikill á
mörgum sviðum lífsins.
Ég ætla ekki að ræða nánar hina fjölþættu merkingu
umrædds orðs, heldur snúa mér að því tízkufyrirbrigði, er ég
hyggst taka hér til meðferðar, af veikum mætti þó, en það er
fyrirbæri það, sem „tíðarandi“ kallast.
Sérhver öld ber sinn sérstaka svip, er hún hefur runnið sitt
eiginlega tímaskeið á enda og tekið sess í sögu fortíðarinnar.
Samt er það svo, að á meðan tími hennar leið, bar hvert ár, hver
mánuður, hver vika, hver dagur, klukkustund eða jafnvel
mínúta sinn eigin svip. Svip sem ef til vill var fordæmdur af
fortíðinni, olli nútíðinni áhyggjum og virtist benda til
geigvænlegrar framtíðar.
Tuttugasta öldin er nú rúmlega hálfnuð, og á þesssum
aldarhelmingi hefur margt gerzt. Tvær heimsstyrjaldir hafa
geisað, verkleg vísindi hafa eflzt gífurlega - en mannsandinn
virðist samt standa í stað, jafnvel fer honum aftur, að því er
sumir segja. Ég kenni mig ekki mann til að leggja dóm á þetta,
en hitt er annað, að sú er trúa mín, að andi ágætustu manna nú
sé sízt síðri anda ágætustu manna fyrri tíma. En vissulega
65