Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 31
Arsrit Torfhildar
Þessar stefnur hafa báðar stóran annmarka. Hann er sá aó
menn leita logandi ljósi að fyrirmynd eóa forsögn fyrir
mannkynió til að fylgja. Það er ljóst að Swift er mikið niðri
fyrir, þegar hann skrifar þessa sögu, en gefur hann okkur
eitthvað ákveóió svar?
Gagnrýni Swifts beinist í allar áttir, en sá hluti sem ég
hyggst staldra við í þessari ritgerð er viðhorfið til
skynseminnar. Skynsemin er þungamiðjan í sögunni og af þeim
sjónarhóli séð er hér á ferðinni mögnuð viðvörun til mannkyns.
í þessu samhengi er athyglisvert að skoða
skynsemishyggjuna á dögum Swifts, hugmyndirnar aó baki
samfélags Hestlendinganna og hvernig þetta fellur saman við
þær hugmyndir um manninn og siðferði samfélaga, sem spruttu
upp úr skynsemishyggju 18. og 19. aldar, til dæmis
nytjahyggjuna, þróunarkenningu þjóðfélaga og fleira.
ÖLD SKYNSEMINNAR
Á dögum Swifts var Upplýsingin eða fræðslustefnan
allsráðandi í Bretlandi. Vísindin voru í endurnýjun, hindurvitni
voru skilin eftir og fræðin sögðu skilið vió kirkjuna. Nýjar
kenningar og lögmál ruddu sér til rúms og vísindin urðu nánast
trúarbrögó út af fyrir sig. Allt horfði til betri vegar fyrir
mannkynið því manninum var ekkert ómögulegt ef hann beitti
SKYNSEMINNI. Fylgjendur upplýsingarinnar kenndu sig við
nýja tíma og kölluðu sig ,,moderns“. En á tímum þessarar
almáttugu skynsemi voru líka miklar andstæður í þjóðfélögum
Bretlandseyja: Örbirgð og hungursneyð ríkti víða, hjátrú og
galdrafár geisaði mitt í vísindatrúnni og Englendingar
undirokuðu og kúguðu íra.
Andstæðingar Upplýsingarinnar höfðu miklar efasemdir um
þessa ofurtrú á skynseminni. Þeir vildu líta til baka og kölluðu
29